Harry kominn í faðm fjölskyldunnar

Harry Bretaprins kom til Kanada í gær og er þar í faðmi fjölskyldunnar, Meghan og Archie, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla. Fylgst er með hverju fótspori fjölskyldunnar í fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála.

AFP-fréttastofan vísar í Daily Mail en þar kemur fram að hann hafi verið farþegi um borð í flugi 85 á vegum British Airways sem flaug frá Heathrow klukkan 19 í gærkvöldi og er lent í Vancouver. Blaðið birti mynd af Harry í gallabuxum með bláa húfu og bakpoka í fylgd öryggisvarða. Sky-fréttastofan birti mynd af honum þar sem hann er á leið frá borði flugvélarinnar þar sem rúta flutti hann í næstu flugvél sem hann flaug með til Victoria þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarnar vikur. 

Harry var gestur á ráðstefnu í London í gær en …
Harry var gestur á ráðstefnu í London í gær en hélt síðan til fjölskyldunnar í Kanada. AFP

Í frétt AFP kemur fram að þessar frásagnir bresku fjölmiðlanna hafi ekki fengist staðfestar af fréttamönnum AFP sem voru á flugvöllunum í Vancouver og Victoria. Tökumaður hafi aftur á móti séð tvær bifreiðar yfirgefa setrið í Victoria þar sem þau hafa dvalið. Áður hafði sést til Meghan fara út að ganga með Archie og hunda í nágrenninu.

Jafnframt hafi sést til hennar í síðustu viku þar sem hún heimsótti kvennaathvarf og samtök sem styðja við stúlkur í Vancouver.

Fréttir staðarmiðla herma að þau séu að leita að húsi við ströndina í Vancouver eða jafnvel í Toronto en þar bjó Meghan í nokkur ár er hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Suits.

Fjölmiðlafólk hékk á Victoria alþjóðaflugvellinum í North Saanich í þeirri …
Fjölmiðlafólk hékk á Victoria alþjóðaflugvellinum í North Saanich í þeirri von að sjá Harry bregða fyrir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir