Pamela Anderson gifti sig í leyni

Pamela Anderson er gengin í það heilaga.
Pamela Anderson er gengin í það heilaga. AFP

Leikkonan Pamela Anderson og framleiðandinn Jon Peters gengu í það heilaga í gær, mánudaginn 20. janúar. Hjónabandið kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti en fáir vissu að þau væru í sambandi. Þau hafa verið saman í nokkra mánuði en haldið sambandinu leyndu.

Peters opinberaði hjónabandið í viðtali við The Hollywood Reporter í dag og lýsti þar yfir ást sinni á henni. „Það eru fallegar konur alls staðar. Ég hefði getað valið hverja sem er, í 35 ár, en ég hef alltaf bara viljað Pamelu. Hún gerir mig villtan, á góðan hátt. Hún veitir mér innblástur. Ég vernda hana og kem fram við hana eins og hún á skilið,“ sagði Peters. 

Ástarsaga Anderson og Peters hófst fyrir fjöldamörgum árum en þau kynntust á 9. áratugnum í partýi á vegum Playboy. Hann hjálpaði henni að hefja feril hennar og greiddi fyrir fjölda námskeiða sem hún fór á. Hann bað hana að giftast sér fyrir 30 árum en hún sagði nei. Hann segir að þegar hún hafi sagt nei við hann fyrir 30 árum hafi hann sagt henni að aldursmunurinn á milli þeirra myndi skipta minna máli í framtíðinni. Og nú hefur hann fengið konu drauma sinna að lokum. 

Hinn heppni Peters er kvikmyndaframleiðandi í Hollywood og er 74 ára gamall, 17 árum eldri en hin 57 ára gamla Anderson. Hann, líkt og Anderson, hefur verið kvæntur fjórum sinnum áður. Hann var meðal annars í 12 ára sambandi með Barbra Streisand eftir að þau kynntust við gerð A Star Is Born árið 1976. Anderson var meðal gesta í brúðkaupi Peters og Streisand.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir