„Hitler er besti vinur minn“

Taika Waititi í hlutverki Hitlers og Roman Griffin Davis í …
Taika Waititi í hlutverki Hitlers og Roman Griffin Davis í hlutverki Jojo í Jojo Rabbit.

„Jojo Rabbit var ein af umtöluðustu og umdeildustu kvikmyndum síðasta árs og stjörnugjafir gagnrýnenda voru allt frá engri stjörnu yfir í fimm, fullt hús stiga, sem er kannski ekki skrítið þegar litið er til þess að í myndinni birtist Adolf Hitler sem ósýnilegur vinur aðalpersónunnar, tíu ára drengs sem kallaður er Jojo og býr í ónefndum bæ í Þýskalandi. Hitler er leikinn skemmtilega af leikstjóra myndarinnar, Waititi, sem er sjálfur af gyðingaættum. Í Jojo Rabbit er því einn mesti fjöldamorðingi mannkynssögunnar gerður fáránlegur, hlægilegur og barnalegur enda sprottinn úr hugarheimi tíu ára drengs sem hefur verið heilaþveginn af áróðri Hitlersæskunnar. Jojo dýrkar Hitler og hatar gyðinga, sem honum hefur verið kennt að séu afsprengi djöfulsins, jafnvel með horn og hala og því réttdræpir,“ segir i upphafi gagnrýni á kvikmyndina Jojo Rabbit í Morgunblaðinu í dag. 

Scarlett Johansson leikur móður Jojo, Rosie.
Scarlett Johansson leikur móður Jojo, Rosie.

Gagnrýnandi segist ekki fá séð að lítið sé gert úr fórnarlömbum nasisma og gyðingaofsóknum með þessari nálgun leikstjórans þar sem paug geti verið öflugra vopn en dramatík og í þessu tilfelli magni það upp fáránleika þess sem börnum var innrætt í Hitlersæskunni, öfgakenndrar hegðunar Adolfs Hitlers og ólgandi haturs hans í garð gyðinga og fólks af öðrum kynþáttum. „Atriðin með Hitler og hinum unga Jojo eru misfyndin, yfir sumum brosir maður út í annað en skellir upp úr yfir öðrum. Tilgangurinn með veru Hitlers í myndinni er að mínu mati augljós: að sýna með táknrænum hætti hvernig búið er að heilaþvo tíu ára dreng og þær ranghugmyndir sem nasistum tókst að koma inn í kollinn á fólki,“ skrifar rýnir og að eftir því sem líði á myndina fari gamansemi að víkja fyrir alvöru og dramatík og Hitler fari smám saman að sýna sitt rétta andlit. „Hitler er besti vinur minn,“ segir Jojo við næstbesta vin sinn snemma í myndinni sem er vægast sagt eftirminnileg setning. 

„Jojo Rabbit hefur að geyma mörg sniðug atriði, fyndin, eftirminnileg og sum falleg og frásagnarlega er hún sterk þótt hún missi aðeins dampinn undir lokin. Heildaráhrifin verða því varla þau sem leikstjórinn sóttist eftir þótt vissulega sé vandað til verka. Waititi blandar saman fantasíu, gríni og alvöru svo úr verður undarlegt hanastél sem hefði að ósekju mátt vera undarlegra,“ segir m.a. í gagnrýninni sem má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag, 23. janúar.

Hér má sjá stiklu myndarinnar:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir