Þrjár íslenskar konur tilnefndar

Cell 7 er listamannsnafn Rögnu Kjartansdóttur.
Cell 7 er listamannsnafn Rögnu Kjartansdóttur. mbl.is/Golli

Cell7, Countess Malaise og Hildur Guðnadóttir eru tilnefndar til Hyundai Nordic Music Prize,Norrænu tónlistarverðlaunanna sem veitt eru árlega á tónlistarhátíðinni by:Larm í Ósló, fyrir bestu plötu ársins 2019.

Hildur Guðnadóttir með Golden Globe verðlaunin sem hún hlaut 5. …
Hildur Guðnadóttir með Golden Globe verðlaunin sem hún hlaut 5. janúar á þessu ári. AFP

Plötur frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi eru tilnefndar ár hvert en þær eru mismargar frá hverju landi. Þrjár íslenskar plötur og þrjár norskar eru tilnefndar og tvær frá Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, 12 alls.

Countess Malaise.
Countess Malaise.

Athygli vekur hve stór hlutur kvenna er í tilnefningum að þessu sinni; átta konur eru tilnefndar fyrir plötur sínar, þ.e. þrjár frá Íslandi, tvær frá Svíþjóð, tvær frá Finnlandi og ein frá Danmörku. Cell 7 er tilnefnd fyrir plötuna Is Anybody Listening?, Countess Malaise fyrir Hysteríu og Hildur fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Chernobyl sem gefin var út á hljómplötu í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir