Cell7, Countess Malaise og Hildur Guðnadóttir eru tilnefndar til Hyundai Nordic Music Prize,Norrænu tónlistarverðlaunanna sem veitt eru árlega á tónlistarhátíðinni by:Larm í Ósló, fyrir bestu plötu ársins 2019.
Plötur frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi eru tilnefndar ár hvert en þær eru mismargar frá hverju landi. Þrjár íslenskar plötur og þrjár norskar eru tilnefndar og tvær frá Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, 12 alls.
Athygli vekur hve stór hlutur kvenna er í tilnefningum að þessu sinni; átta konur eru tilnefndar fyrir plötur sínar, þ.e. þrjár frá Íslandi, tvær frá Svíþjóð, tvær frá Finnlandi og ein frá Danmörku. Cell 7 er tilnefnd fyrir plötuna Is Anybody Listening?, Countess Malaise fyrir Hysteríu og Hildur fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Chernobyl sem gefin var út á hljómplötu í fyrra.