Viðurkennir lygar en segir Meghan skulda sér

Thomas Markle er ósáttur við hvernig Meghan og Harry hafa …
Thomas Markle er ósáttur við hvernig Meghan og Harry hafa komið fram við hann. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju, opnaði sig í nýrri heimildarmynd á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 í gær að því fram kemur á vef ET. Í myndinni viðurkennir Markle að hafa fegrað sannleikann í viðtölum en segist þó ekki ætla að hætta að mæta í viðtöl gegn gjaldi. 

Í myndinni er litið aftur í tímann og líf Markle skoðað frá því að hann var ungur sem og samband hans við Meghan. Myndir og myndskeið af Meghan birtast í myndinni sem ekki hafa áður komið fyrir sjónar almennings. 

Reifst við Harry í símann

Markle varð fyrir aðkasti götuljósmyndara þegar fréttist af trúlofun Harry og Meghan. Til að svara gagnrýni sem hann fékk á sig skipulagði hann myndatökur. Áður fyrr sagðist hann ekki hafa fengið aur fyrir myndatökurnar en viðurkennir nú að hafa fengið 30 prósent af sölunni. 

Svo fór að Markle mætti ekki í brúðkaupið vegna hjartaáfalls sem hann fékk rétt fyrir brúðkaupið. Myndatökurnar voru þó byrjunin á ósætti feðginanna. Markle heldur því fram að Harry og Meghan hafi hringt í sig þegar hann sagði að hann gæti ekki mætt í brúðkaupið. 

„Ef þú hefðir hlustað á mig hefði þetta ekki gerst,“ segir Markle að Harry hafi sagt við sig. Markle fannst hann dónalegur og þeir fóru að rífast. „Því miður dó ég ekki af því þá hefðuð þið getað þóst vera sorgmædd,“ segist Markle á einum tímapunkti hafa svarað og skellt svo á. Telur hann að með þessu hafi hann eyðilagt sambandið við dóttur sína. 

Eftir að Harry og Meghan trúlofuðu sig fóru ljósmyndarar að …
Eftir að Harry og Meghan trúlofuðu sig fóru ljósmyndarar að sýna Thomas Markle áhuga. AFP

Markle viðurkennir að hafa áður logið til um samskipti sín við dóttur sína. Hann hafi ekki talað við hana í síma heldur hafi þau sent hvort öðru textaskilaboð. Hann segist hafa logið til þess að fegra sannleikann. 

Ekki hættur að mæta í viðtöl

„Ég ætla að verja mig,“ segir Markle þrátt fyrir að konungsfjölskyldan sé ekki sátt við viðtölin. „Og ég ætla að fá borgað fyrir það. Ég ætla ekki að hafna því að fá borgað. Ég mun gera eitthvað í framtíðinni og fá borgað fyrir það, hugsa ég. Mér er sama. Á þessum tímapunkti eru það þau sem skulda mér. Kóngafólkið skuldar mér. Harry skuldar mér. Meghan skuldar mér. Ég ætti að fá umbun fyrir það sem ég hef gengið í gegnum.“

Markle segir að dóttir sín hafi lofað að sjá um hann í ellinni. Segir hann að það sé kominn tími á að dóttir hans geri það. Markle segist einnig hafa borgað fyrir alla háskólagöngu dóttur sinnar þrátt fyrir að hún hafi gefið í skyn að hún hafi fengið styrki og unnið með skóla. 

Veit ekki hver dóttir hans er lengur

„Ég hjálpaði henni við allt sem hún tók sér fyrir hendur að þessu. Ég var hluti af hennar draumi,“ segir Markle og segir það sárt hvernig dóttir hans hafi komið fram við hann. „Svo gleymir hún mér allt í einu, tekur mig út úr myndinni og gleymir nafni mínu.“

Thomas Markle hefur ekki hitt Archie.
Thomas Markle hefur ekki hitt Archie. AFP

Thomas Markle frétti af óléttu Meghan og fæðingu dóttursonar síns Archie í fjölmiðlum. Hann hefur ekki fengið að hitta Archie en segir að hann langi til þess. Hann veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 

„Ég sakna hennar. Ég sakna hvernig hún var. Ég veit ekki hver hún er núna, það er vandamálið,“ segir Markle um dóttur sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup