Brad Pitt tjáir sig um Aniston-málið

Brad Pitt les ekki fréttir um sig og Jennifer Aniston.
Brad Pitt les ekki fréttir um sig og Jennifer Aniston. AFP

Leik­ar­inn Brad Pitt seg­ist ekk­ert fylgj­ast með því hvað fólk og fjöl­miðlar hafa sagt um end­ur­fundi hans og leik­kon­unn­ar Jenni­fer Anist­on á SAG-verðlauna­hátíðinni á sunnu­dag­inn síðasta. 

Pitt var mætt­ur á Alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðina í Santa Barbara í Los Ang­eles á miðviku­dag og var að sjálf­sögðu spurður út í málið. 

„Ég veit ekki. Ég er ein­fald­ur og ham­ingju­sam­ur með það og ætla að vera það áfram,“ sagði Pitt þegar hann var spurður hvernig hon­um liði yfir allri at­hygl­inni sem fjöl­miðlar hafa sýnt faðmlagi þeirra Pitt og Anist­on. 

Það hef­ur verið talað um fátt annað en end­ur­fundi þeirra Pitt og Anist­on á SAG-verðlauna­hátíðinni í frétt­um af Hollywood þessa vik­una. Marg­ir hafa bundið von­ir sín­ar við það að þessi fyrr­ver­andi hjón taki aft­ur upp þráðinn en þau voru gift á ár­un­um 2000-2005. 

Fréttamynd vikunnar að mati einhverra.
Frétta­mynd vik­unn­ar að mati ein­hverra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Vertu vakandi fyrir þörfum þeirra sem eru í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Vertu vakandi fyrir þörfum þeirra sem eru í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant