Raunveruleikaþáttastjarnan Mama June segir í nýrri færslu sinni á Instagram að hana langi til að snúa aftur til barna sinna.
Mama June hefur verið í hálfgerðri sjálfskipaðri útlegð frá börnum sínum ásamt kærasta sínum Geno. Þau hafa ferðast um Georgíu-ríki á síðustu mánuðum og gist á hótelum hér og þar um ríkið.
Hún hefur ekki deilt neinu á Instagram síðan í júní síðastliðnum. Í færslunni segir hún að allir dagar séu erfiðir og hana langi stundum til að hverfa. Hún vonast til þess að einn daginn geti hún breyst og vill að börnin hennar viti að hún sakni þeirra og elski þau mjög mikið.
Dóttir Mama June, Honey Boo Boo, sem er aðeins 14 ára, hefur ekki dvalið hjá móður sinni síðan á vormánuðum 2019. Mama June var þá handtekin ásamt kærasta sínum Geno fyrir vörslu fíkniefna og bíða þau nú eftir að mál þeirra verði tekið fyrir. Þau hafa reglulega sést í spilavítum síðastliðið árið.
View this post on InstagramA post shared by June Shannon (@mamajune) on Jan 23, 2020 at 11:55am PST