Prinsessurnar gætu tekið við af Harry og Meghan

Systurnar gætu þurft að axla ábyrgð frænda síns.
Systurnar gætu þurft að axla ábyrgð frænda síns. AFP

Systurnar og prinsessurnar Beatrice og Eugenie gætu tekið við konunlegum skyldum frænda síns Harrys Bretaprins og eiginkonu hans Meghan hertogaynju að mati ævisöguritarans Roberts Laceys. 

Lacey hefur fjallað um konungsfjölskylduna í verkum sínum og er einn af ráðgjöfum höfunda þáttanna The Crown. Hans mat er að Beatrice og Eugenie komi vel til greina sem arftakar Harry og Meghan. 

„Það er frekar augljóst að ein af afleiðingunum verður að Beatrice og Eugenie munu koma meira fram í sviðsljósið, ef þær vilja það,“ sagði Lacey í viðtali við Hello!.

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja tilkynntu fyrr á þessu ári að þau myndu láta af öllum konunglegum skyldum sínum. Það þýðir þó ekki að skyldurnar hverfi heldur munu þær færast yfir á herðar annarra meðlima bresku konungsfjölskyldunnar. Flestir í fjölskyldunni hafa nóg á sinni könnu og það þykir því ekki alls ólíklegt að Elísabet Englandsdrottning hói í þær systur. 

„Þetta er það sem fjölskyldan þarf þar sem það eru allavega 15 ár þangað til kynslóð Georgs prins stígur upp,“ sagði Lacey.

Lacey segir það kaldhæðnislegt að Beatrice og Eugenie gætu verið kallaðar til þar sem Harry sagði að líf þeirra væri sambærilegt því lífi sem hann langaði til að lifa. Þær systur eru ekki jafnmikið í sviðsljósinu og Harry, fá ekki greitt frá drottningunni og vinna báðar fulla vinnu.

Beatrice er með BA-gráðu í sagnfræði og vinnur í fjármálageiranum. Hún er varaforseti hugbúnaðarfyrirtækisins Afiniti. Eugenie er með gráðu í listasögu og enskum bókmenntum frá háskólanum í Newcastle. Hún vinnur sem listrænn stjórnandi í Hauser & Wirth í London. Auk þess eru þær verndarar fjölda góðgerðarsamtaka.

Harry og Meghan kveðja brátt.
Harry og Meghan kveðja brátt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir