Tjáir sig um sambandið við Bradley Cooper

Irina Shayk og Bradley Cooper.
Irina Shayk og Bradley Cooper. AFP

Fyrirsætan Irina Shayk tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um sambandsslit sín og leikarans Bradley Cooper í viðtali við breska Vogue. Þar segir hún að þótt tvær frábærar manneskjur séu í sambandi þýði það ekki að sambandið verði frábært.

„Ég held að í öllum góðum samböndum komi með það versta og besta, það er bara í eðli okkar,“ sagði Shayk og bætti við að hún telji að þau hafi bæði verið mjög heppin að hafa upplifað allt með hvort öðru. „Lífið án B er nýr heimur,“ sagði Shayk. 

Shayk og Cooper hættu saman í júní síðastliðinn eftir fjögurra ára samband.

Fyrr í viðtalinu talaði hún um hversu sterkan persónuleika hún hefur að geyma. „Ég er með mjög sterkan persónuleika og ég veit klárlega hvað ég vil. Ég held að það hræði suma menn. Ef einhver er ekki í lífinu mínu, er viðkomandi ekki í lífi mínu og ég sker á öll sambönd, skilurðu? Ég held að fólk sé mjög hrætt við þann kulda,“ sagði Shayk. 

Hún hefur þó ekki klippt Cooper endanlega úr lífi sínu enda eiga þau dóttur saman, hina 3 ára Leu De Seine. Cooper fluttist alfarið til New York-borgar frá Los Angeles til þess að þau gætu deilt forræði yfir henni auðveldlega.

Shayk viðurkenndi að það geti verið erfitt að vera einhleyp móðir. „Það er erfitt að finna jafnvægi á milli þess að vera einhleyp móðir og vinnandi kona sem vinnur fyrir heimilinu. Treystu mér, það eru dagar þar sem ég vakna og hugsa með mér hvað ég eigi að gera þar sem heimurinn sé að hrynja,“ sagði Shayk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir