Mary Higgins Clark látin

Mary Higgins Clark í Los Angeles árið 2008.
Mary Higgins Clark í Los Angeles árið 2008. AFP

Bandaríski spennusagnahöfundurinn Mary Higgins Clark er látin 92 ára að aldri.

Útgefandi hennar staðfesti þetta seint í gær.

Clark var enn að skrifa eina bók á ári þegar hún var orðin níræð og átti hún fjölmarga aðdáendur víða um heim. Hún var víða kölluð „drottning spennunnar“.

„Hún lést á friðsælan hátt í kvöld, 92 ára, umvafin fjölskyldu og vinum,“ sagði útgefandinn Simon & Schuster í tísti á Twitter.

Clark seldi yfir 100 milljónir reyfara í Bandaríkjunum og varð vinsæl á fimmtugsaldri. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 35 tungumál og gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og kvikmyndir upp úr yfir 20 þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup