Bandaríski spennusagnahöfundurinn Mary Higgins Clark er látin 92 ára að aldri.
Útgefandi hennar staðfesti þetta seint í gær.
Clark var enn að skrifa eina bók á ári þegar hún var orðin níræð og átti hún fjölmarga aðdáendur víða um heim. Hún var víða kölluð „drottning spennunnar“.
„Hún lést á friðsælan hátt í kvöld, 92 ára, umvafin fjölskyldu og vinum,“ sagði útgefandinn Simon & Schuster í tísti á Twitter.
Clark seldi yfir 100 milljónir reyfara í Bandaríkjunum og varð vinsæl á fimmtugsaldri. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 35 tungumál og gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og kvikmyndir upp úr yfir 20 þeirra.
It is with deep sadness we say goodbye to the "Queen of Suspense" Mary Higgins Clark.
— Simon & Schuster (@simonschuster) February 1, 2020
She passed away peacefully this evening, January 31, at the age of 92 surrounded by family and friends. pic.twitter.com/zjIhIIt8tP
Author Mary Higgins Clark, the bestselling suspense writer who wrote dozens of novels, has died, her publisher said. She was 92. https://t.co/yGvejrDRy7 pic.twitter.com/OaGb9WERcJ
— CNN Breaking News (@cnnbrk) February 1, 2020