Mary Higgins Clark látin

Mary Higgins Clark í Los Angeles árið 2008.
Mary Higgins Clark í Los Angeles árið 2008. AFP

Bandaríski spennusagnahöfundurinn Mary Higgins Clark er látin 92 ára að aldri.

Útgefandi hennar staðfesti þetta seint í gær.

Clark var enn að skrifa eina bók á ári þegar hún var orðin níræð og átti hún fjölmarga aðdáendur víða um heim. Hún var víða kölluð „drottning spennunnar“.

„Hún lést á friðsælan hátt í kvöld, 92 ára, umvafin fjölskyldu og vinum,“ sagði útgefandinn Simon & Schuster í tísti á Twitter.

Clark seldi yfir 100 milljónir reyfara í Bandaríkjunum og varð vinsæl á fimmtugsaldri. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 35 tungumál og gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og kvikmyndir upp úr yfir 20 þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney