Átján og öll hvít

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix talaði um kerfisbundinn rasisma þegar hann tók við Bafta-verðlaununum í gærkvöldi fyrir leik í kvikmyndinni Joker. Hann var ekki einn um að gagnrýna tilnefningarnar í ár en allir leikararnir 18 sem voru tilnefndir í ár eru hvítir, að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar. 

Teymið á bak við bresku myndina 1917.
Teymið á bak við bresku myndina 1917. AFP

Kvikmyndin 1917 var sigursæl á bresku kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi en stríðsmyndin var valin besta myndin og Sam Mendes var valinn leikstjóri ársins. Hún var jafnframt valin besta breska kvikmyndin. Renée Zellweger var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Judy. Laura Dern var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Marriage Story og Brad Pitt fyrir leik í Once Upon a Time In Hollywood.

Hér er listinn í heild

Niðurstaða British Academy of Film and Television Arts, sem var haldin í 73. skiptið í gærkvöldi, þykir oft góð vísbending um hvaða myndir hampi Óskarsverðlaununum. Þau verða afhent eftir viku í Los Angeles.

Phoenix segir niðurstöðuna dapurlega og með tilnefningunum í ár sé verið að senda skýr skilaboð til litaðra um að þeir séu ekki velkomnir hingað. Breska kvikmyndaakademían hefur heitið því að endurskoða kosningakerfið fyrir tilnefningar áður en gengið verður til atkvæða á næsta ári. 

Joaquin Phoenix var valinn besti leikarinn fyrir Joker.
Joaquin Phoenix var valinn besti leikarinn fyrir Joker. AFP

Líkt og fjallað er um í flestum fjölmiðlum í gærkvöldi skín stjarna 1917 skært eftir kvöldið en það er minna talað um það heldur miklu frekar um fjölbreytni, eða réttara sagt skort á henni.

Saga um hvítan karl sem gerir sig jafnvel enn hvítari

Kynnir kvöldsins, Graham Norton, hóf mál sitt með því að segja að þetta væri árið sem hvítir karlmenn náðu loksins í gegn. Ellefu tilnefningar fyrir Joker, sögu um hvítan karl sem jafnvel gerir sig enn hvítari. Hann talaði um Once Upon a Time in Hollywood, kvikmynd sem sendir okkur hálfa öld aftur í tíma, tíma þar sem kvenhatur réð ríkjum í karllægum kvikmyndaheimi.

Renee Zellweger var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir Judy.
Renee Zellweger var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir Judy. AFP

Engin kvenleikstjóri hefur hlotið tilnefningu til Bafta-verðlaunanna síðan árið 2013. Ástralska leikkonan Rebel Wilson talaði um þetta í sinni ræðu: „Ég tel að ég geti ekki gert það sem þeir gera, í hreinskilni sagt, því ég er ekki með pung.“

Vilhjálmur prins tók þessa mismunun einnig fyrir í sinni ræðu á Bafta. Sagði hertoginn af Cambridge að það geti ekki verið eðlilegt að á þessum degi og þessari öld að þurfa að tala um mismunun.

Frétt BBC

Frétt Guardian

Frétt Variaty

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín.
Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín. AFP
Suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho leikstjóri Parasite/Sníkjudýrin en myndin var valin …
Suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho leikstjóri Parasite/Sníkjudýrin en myndin var valin sú besta sem ekki var á ensku. AFP
Laura Dern.
Laura Dern. AFP
Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP
Graham Norton.
Graham Norton. AFP
Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir