Segir Meghan hafa orðið fyrir kynþáttafordómum

John Bercow segir Meghan hafa orðið fyrir andstyggilegum kynþáttafordómum í …
John Bercow segir Meghan hafa orðið fyrir andstyggilegum kynþáttafordómum í Bretlandi. AFP

John Bercow, fyrrverandi forseti neðri deildar breska þingsins, segist trúa því að Meghan hertogaynja hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í Bretlandi. 

„Mig langar að segja að ég trúi því ótvírætt að Meghan hafi orðið fyrir afdráttarlausum og andstyggilegum kynþáttafordómum. Ég er alveg skýr með það. Hún hefur orðið fyrir kynþáttafordómum, kynjamisrétti og kvenhatri,“ sagði Bercow í viðtali við The Sunday Times Magazine

Bercow segist hafa mikla samúð með ákvörðun hertogaynjunnar og Harry Bretaprins að hætta að sinna konunglegum skyldum. Hann segir fjölmiðla og almenning hafa gert hana að skotmarki þar sem hún hafði áður gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta og talað um mikilvægi femínískra gilda. 

„Harry og Meghan eiga rétt á því að vilja breytingar og þurfa að taka bæði kostunum og göllunum við það. Þau eiga rétt á því að setja hjónaband sitt og heilsu í fyrsta sæti,“ sagði Bercow.  

Meghan hertogaynja.
Meghan hertogaynja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka