Doherty aftur komin með krabbamein

Leikkonan Shannen Doherty greindist aftur með brjóstakabbamein og nú á …
Leikkonan Shannen Doherty greindist aftur með brjóstakabbamein og nú á fjórða stigi. AFP

Beverly Hills 90210-stjarnan Shannen Doherty greindi frá því í dag að hún væri aftur komin með krabbamein. Í þetta skiptið er krabbameinið á fjórða stigi. 

Í viðtali við Good Morning America sagði hin 48 ára gamla leikkona að það væri erfitt að sætta sig við að krabbameinið væri komið aftur. Hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2015 og sigraðist á því árið 2017. 

„Það mun fréttast eftir nokkra daga eða vikur að ég er með krabbamein á fjórða stigi. Þannig að krabbabeinið mitt kom aftur og þess vegna er ég hér. Ég held ég sé ekki alveg búin að meðtaka það. Þetta er frekar erfiður biti að kyngja á marga vegu,“ sagði Doherthy. 

„Ég á klárlega daga þar sem ég hugsa: „Af hverju ég?“ Síðan hugsa ég: „Af hverju ekki ég? Hver þá? Hver annar en ég á þetta skilið?“ Enginn á þetta skilið,“ sagði leikkonan. 

Í gegnum lyfjameðferðina í fyrsta skiptið var Doherty mjög opinská og greindi aðdáendum sínum frá meðferðinni. Í þetta skiptið reyndi hún að leyna greiningunni. Hún segir það hafa verið að hluta til vegna fráfalls vinar síns Lukes Perrys í mars 2019. 

„Það var svo skrítið fyrir mig að greinast og síðan deyr einhver sem virtist heilbrigðari en þú. Það var mjög mikið áfall,“ sagði Doherty.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir