Kirk Douglas látinn

00:00
00:00

Banda­ríski leik­ar­inn Kirk Douglas er lát­inn, 103 ára gam­all. Banda­rísk­ir fjöl­miðlar greina frá þessu.

Á meðal þekkt­ustu mynda hans eru Champ­i­on, The Bad and the Beautif­ul, Lust for Life, Gun­fig­ht at the O.K. Corral og Spartacus.

Hann var þríveg­is til­nefnd­ur til Óskar­sverðlaun­anna sem besti leik­ar­inn. Hann hlaut heiðursósk­ar árið 1996. Sömu­leiðis hlaut hann frels­isorðu Banda­ríkja­for­seta. 

Douglas var einn vin­sæl­asti leik­ar­inn í Hollywood eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina og lék í yfir 80 kvik­mynd­um áður en hann sett­ist í helg­an stein árið 2004.

„Með mik­illi sorg í hjarta til­kynn­um við bræðurn­ir að Kirk Douglas kvaddi okk­ur í dag 103 ára gam­all,“ sagði son­ur hans, leik­ar­inn Michael Douglas, í yf­ir­lýs­ingu.

„Í okk­ar huga var hann goðsögn, leik­ari gullnu ald­ar­inn­ar í kvik­mynd­un­um sem lifði vel og lengi. Hann var mann­vin­ur með mikla rétt­lætis­kennd og hann veitti okk­ur inn­blást­ur með því að beita sér í mál­um sem hann trúði á.“

Douglas komst lífs af úr þyrlu­slysi árið 1991 og fékk heila­blóðfall árið 1996 en neitaði að gef­ast upp.



Kirk Douglas árið 2018.
Kirk Douglas árið 2018. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir