Kirk Douglas látinn

Bandaríski leikarinn Kirk Douglas er látinn, 103 ára gamall. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Á meðal þekktustu mynda hans eru Champion, The Bad and the Beautiful, Lust for Life, Gunfight at the O.K. Corral og Spartacus.

Hann var þrívegis tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem besti leikarinn. Hann hlaut heiðursóskar árið 1996. Sömuleiðis hlaut hann frelsisorðu Bandaríkjaforseta. 

Douglas var einn vinsælasti leikarinn í Hollywood eftir síðari heimsstyrjöldina og lék í yfir 80 kvikmyndum áður en hann settist í helgan stein árið 2004.

„Með mikilli sorg í hjarta tilkynnum við bræðurnir að Kirk Douglas kvaddi okkur í dag 103 ára gamall,“ sagði sonur hans, leikarinn Michael Douglas, í yfirlýsingu.

„Í okkar huga var hann goðsögn, leikari gullnu aldarinnar í kvikmyndunum sem lifði vel og lengi. Hann var mannvinur með mikla réttlætiskennd og hann veitti okkur innblástur með því að beita sér í málum sem hann trúði á.“

Douglas komst lífs af úr þyrluslysi árið 1991 og fékk heilablóðfall árið 1996 en neitaði að gefast upp.



Kirk Douglas árið 2018.
Kirk Douglas árið 2018. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir