Harry og Meghan hafa haldið til í Kanada síðustu vikur en þau óskuðu eftir meira sjálfstæði og sögðu sig frá konunglegum skyldum í byrjun árs. Þau hafa það náðugt í Kanada að sögn heimildarmanns People og leggja nú á ráðin með framhaldið.
„Þau njóta rólega lífsins,“ sagði heimildarmaður. „Þau fara í langa göngutúra, þau stunda jóga og Meghan eldar. Þeim finnst mjög gott að vera heima og elska að slaka á með Archie og hundunum sínum.“
Hjónin eru þó ekki bara að slaka á þar sem þau eru að skipuleggja framtíðina. Harry og Meghan vinna nú að því að verða fjárhagslega sjálfstæð og eru að undirbúa stofnun góðgerðarstofnunar. „Þessi skipulagning tekur mikinn tíma og starfsfólk er á fullu að skipuleggja og undirbúa það almennilega til þess að það standi undir metnaðarfullum væntingum parsins.“