Met gætu fallið annað kvöld

Ef Hildur vinnur verður hún fyrst Íslendinga til að hljóta …
Ef Hildur vinnur verður hún fyrst Íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaun. AFP

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. skipti á sunnudagskvöldið kemur. Ísland á þar sinn fulltrúa, Hildi Guðnadóttur, sem er tilnefnd fyrir tónlistina í Joker. Margt bendir til þess að Hildur muni taka gylltan herramann með sér heim af hátíðinni og vera það með fyrsti Íslendingurinn sem hreppir Óskarsverðlaun.

Það er fleira áhugavert við þessa 92. verðlaunahátíð Akademíunnar. BBC tók saman áhugaverðar staðreyndir um hátíðina.

Scarlett Johansson er tólfta manneskjan í sögu verðlaunanna til að vera tilnefnd til tvennra verðlauna í einu. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Marriage Story og í flokki leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Jojo Rabbit. Hin ellefu eru meðal annars Siguorney Weaver, Al Pacino, Emma Thompson, Jamie Foxx og nú síðast Cate Balnchett árið 2008. Ekkert þeirra hefur þó unnið í báðum flokkum.

Það eru 15 ár síðan sigurvegari í flokki bestu kvikmyndarinnar var einnig sigurvegari í flokki leikkonu í aðalhlutverki. Það gerðist síðast árið 2004 þegar Hilary Swank var valin besta leikkonan í aðalhlutverki og kvikmyndin Million Dollar Baby var valin besta kvikmyndin. Það er ólíklegt að það breytist, því Renée Zellweger sem þykir líkleg til að hreppa styttuna í ár, er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Judy. Judy er ekki tilnefnd í flokki bestu kvikmyndanna.

Leikkonan Cynthia Erivo getur fullkomnað safnið og fengið EGOT. Hún hefur unnið til Emmy-, Grammy- og Tony-verðlauna og er nú tilnefnd til Óskarsins. Hún er tilnefnd í tveimur flokkum, leikkonu í aðalhlutverki og fyrir besta lagið. Hún myndi verða yngsta manneskja í heimi til að hreppa þessi fernu verðlaun, en hún er 33 ára. Yngstur fram að þessu er Robert Lopez sem náði þessu markmiði árið 2018, þá 39 ára gamall.

Í fyrsta skipti keppir par um hver hreppir verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina. Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eru bæði tilnefnd í flokknum. Gerwig fyrir Little Women og Baumbach fyrir Marriage Story. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2011 og eiga eitt barn saman.
Þetta gerðist næstum því árið 2009 þegar kvikmyndir leikstjóranna James Cameron og Kathryn Bigelow voru tilnefndar. Þau skildu hinsvegar 18 árum áður.

Suðurkóreska kvikmyndin Parasite hefur nú þegar slegið met og gæti slegið enn fleiri ef hún vinnur í flokki bestu kvikmyndar. Þetta er fyrsta kóreska kvikmyndin sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna og aðeins sú sjötta sem er tilnefnd í flokki bestu kvikmyndar og í flokki erlendra kvikmynda.

Meðalaldur leikara sem tilnefndir eru í flokki leikara í aukahlutverki er 71 árs. Það er töluvert hærra en meðalaldur þeirra sem hafa unnið verðlaunin fram að þessu. Brad Pitt er yngstur, 56 ára, Tom Hanks er 63 ára, Joe Pesci er 76 ára, Al Pacino er 79 ára og Anthony Hopkins er 82 ára. Það kemur kannski ekki á óvart en allir fimm leikararnir eiga Óskarsverðlaun heima hjá sér. Pitt fékk verðlaun fyrir að framleiða 12 Years a Slave en hinir unnu sín sem leikarar.

Leikarar tveggja kvikmynda í flokki bestu kvikmyndarinnar eru ekki tilnefndir fyrir frammistöðu sína. Aðalleikararnir í 1917 og Parasite eru ekki tilnefndir í flokki leikara í aðalhlutverki. Þetta er áhugavert í ljósi þess að báðar kvikmyndirnar eru taldar líklegar til að vinna. George McKay sem fer með aðalhlutverk í 1917 er á skjánum alla kvikmyndina en var samt sem áður ekki tilnefndur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka