Áhorf á Óskarinn aldrei minna vestanhafs

Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. …
Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. Aldrei hafa færri horft á hátíðina í sjónvarpi í Bandaríkjunum. AFP

Um það bil 23,6 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarsverðlaunahátíðina í gærkvöldi og hafa sjónvarpsáhorfendur aldrei verið færri, samkvæmt frétt ABC, sem sýnir Óskarinn í beinni. Um sex milljónum fleiri horfðu á Óskarinn í fyrra.

Áhorfendatölurnar hafa nú náð nýjum lægðum, en áður höfðu fæstir horft á Óskarinn árið 2018, þegar 26,5 milljónir manna sátu við skjáinn á sunnudagskvöldi einu í febrúar.

Tölurnar sem ABC hefur koma frá fyrirtækinu Nielsen, sem vaktar sjónvarpsáhorf vestra. Í frétt þeirra kemur fram að þar til fyrir fáeinum árum hafi áhorf á Óskarinn verið töluvert meira og alla jafna hafi á bilinu 35-45 milljónir Bandaríkjamanna horft á hátíðina í sjónvarpi.

Brad Pitt á hátíðinni í gærkvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta …
Brad Pitt á hátíðinni í gærkvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta Óskar, fyrir leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Once upon a time in Hollywood. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir