Fyrsta konan síðan á síðustu öld

Hildur er ein af aðeins sjö konum sem tilnefndar hafa …
Hildur er ein af aðeins sjö konum sem tilnefndar hafa verið í 84 ára sögu verðlauna í flokki tónlistar á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP

Kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur hefur farið sigurför um heiminn undanfarin misseri og náði hún hámarki, að minnsta kosti í bili, á óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt.

Hildur er fyrsta konan til þess að vinna verðlaunin í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar síðan akademían sameinaði alla undirflokka tónlistarverðlaunanna árið 2000, líkt og útskýrt er í frétt CNBC.

Þar segir jafnframt að Hildur sé ein af aðeins sjö konum sem tilnefndar hafa verið í 84 ára sögu verðlauna í flokki kvikmyndatónlistar á hátíðinni, en slík verðlaun voru fyrst veitt á sjöttu óskarsverðlaunahátíðinni árið 1935.

Þá hafa aðeins þrjár af þeim konum sem tilnefndar hafa verið til verðlauna í flokki kvikmyndatónlistar farið heim með styttuna gylltu. Það voru þær Marilyn Berman, sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Yentl ásamt þeim Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983, Rachel Portman fyrir tónlistina í kvikmyndinni Emma árið 1996 og loks Anne Dudley fyrir tónlistina í The Full Monty árið 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir