Hetjurnar sem sameina okkur

Renée Zellweger þakkaði hetjunum sem sameina okkur í ræðu sinni.
Renée Zellweger þakkaði hetjunum sem sameina okkur í ræðu sinni. AFP

„Undanfarið ár þar sem Judy Garland hefur verið fagnað þvert á kynslóðir og menningu hefur verið góð áminning um að hetjurnar okkar sameina okkur. Þau bestu meðal okkar sem hvetja okkur til að finna það besta í okkur sjálfum. Þau sameina okkur, þegar við horfum á hetjurnar okkar, þá erum við sammála.“

Þetta sagði leikkonan Renée Zellweger í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir að leika aðalhlutverk Judy Garland í kvikmyndinni Judy, sem einmitt fjallar um líf bandarísku leik- og söngkonunnar.

Með ameríska drauminn í farteskinu

Zellweger notaði stóran hluta ræðu sinnar til þess að þakka fyrir það tækifæri sem henni var veitt með hlutverkinu og þakka samstarfsfólki sínu, umboðsmanni sínum og foreldrum sínum, innflytjendum sem komu til Bandaríkjanna með ekkert í farteskinu nema hvert annað og ameríska drauminn. 

Zellweger notaði stóran hluta ræðu sinnar til þess að þakka …
Zellweger notaði stóran hluta ræðu sinnar til þess að þakka fyrir það tækifæri sem henni var veitt með hlutverkinu. AFP

Meðal hetja sem Zellweger taldi upp í ræðu sinni voru Neil Armstrong, Sally Ride, Delores Huerta, Venus og Serena Williams, Bob Dylan, Scorsese, Fred Rogers og Harriet Tubman, að ógleymdum hversdagshetjunum: kennurum, hermönnum, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmönnum.

„Þegar við fögnum hetjunum okkar erum við minnt á það hver við erum, sameinuð. Og þó að Judy Garland hafi ekki hlotið þennan heiður á sinni lífsleið er ég viss um að þetta augnablik er framlenging á þeim fögnuði á arfleifð hennar sem hófst í kvikmyndaverinu okkar.“

„Ungfrú Garland, þú varst sannarlega meðal þeirra hetja sem sameina og skilgreina okkur. Og þetta er sannarlega fyrir þig. Ég er svo þakklát. Takk, allir. Góða nótt.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar