Íslendingar voru að vonum spenntir fyrir möguleikanum á því að fyrsti Íslendingurinn hlyti loks Óskarsverðlaun. Þegar úrslit í flokki kvikmyndatónlistar voru tilkynnt stóð ekki á viðbrögðunum og kepptust tístverjar við að dásama Hildi Guðnadóttur og árangur hennar.
Hildur hlaut í nótt Óskarsverðlaun fyrst Íslendinga fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.
Til hamingju Hildur með þennan ótrúlega árangur og hvatningu til kvenna um allan heim. Við erum öll að springa úr stolti í dag! We are all so immensely proud of the amazing Hildur Guðnadóttir! @hildurness
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) February 10, 2020
Björk Guðmunds, Vigdís Finnboga og Hildur Guðna. Íslenskar konur sem breyta HEIMINUM ❤️
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) February 10, 2020
Hef ekki tárast svona yfir kappleik síðan Óli Þórðar skoraði með skalla á móti feyenoord. Bravó Hildur #teamhildur #óskarinn
— Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) February 10, 2020
Dóttir mín vaknaði, kom fram og horfði með okkur á þegar þrjár flottar leikkonur, kynntu fyrstu hljómsveitarstýru Óskarsins og síðan að Hildur hlyti #óskarinn Hún er fyrst allra íslendinga og fjórða konan í sögunni, í þessum flokki.
— Edda Sigurðardóttir (@eddasig) February 10, 2020
Ég held það skipti öllu máli að sjá svona.
Jahá, Akademían heldur betur að koma mani á óvart með Hildi Guðna og Parasite sem bestu mynd og Bong Joon-ho sem besti leikstjóri!? Það verður að klappa fyrir því 👏🏻 #óskarinn
— Silja Björk (@siljabjorkk) February 10, 2020
ég er ekki að gráta, þið eruð að gráta #óskarinn pic.twitter.com/TPChkxu3ED
— Una Stef (@unastef) February 10, 2020
Queen, best, ótrúleg, gæsahúð, take a fucking bow #Oskarinn pic.twitter.com/gz7LKsfeEl
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) February 10, 2020
Verður Óskarinn sem sagt haldinn á Íslandi á næsta ári?
— Elín Margrét Böðvars (@Elinmargret) February 10, 2020