Klæddist nöfnum leikstjóranna sem voru sniðgengnar

Natalie Portman sendi skýr skilaboð með klæðavali sínu á Óskarnum …
Natalie Portman sendi skýr skilaboð með klæðavali sínu á Óskarnum í nótt. AFP

Natalie Portman er vön að vera yfirlýsingaglöð í klæðavali og á því varð engin breyting á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Portman mætti á rauða dregilinn í Dior-kjól eftir Maria Grazia Chiuri. Kjóllinn er dásamlega útsaumaður og klæddist hún skikkju í stíl sem á voru letruð nöfn kvenkyns leikstjóra sem ekki fengu tilnefningu í ár.

Í aðdraganda Óskarsverðlaunanna í ár var fólki tíðrætt um fjölbreytileika, eða öllu heldur skort á honum, en engin kona var tilnefnd fyrir leikstjórn. Tíu ár eru síðan Kathryn Bigelow vann Óskarinn fyrir leikstjórn kvikmyndarinnar The Hurt Locker en hún er jafnframt eina konan sem hefur fengið verðlaunin. 

Greta Gerwig, leikstjóri Little Women, Lulu Wang, leikstjóri The Farewell, og Lorene Scafari, leikstjóri Hustlers, voru saumaðar út á skikkju Portman, eða öllu heldur nöfn leikstjóranna. 

Nöfn leikstjóra sem ekki voru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár …
Nöfn leikstjóra sem ekki voru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár voru letruð á skikkju sem leikkonan Natalie Portman klæddist á hátíðinni í nótt. AFP

„Ef ég gæti gefið Gretu Gerwig þennan Óskar gerði ég það á stundinni!“ sagði Laura Dern eftir að hún hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki. 

Fimm karlar voru tilnefndir og stóð suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-hu uppi sem sigurvegari. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Portman vekur athygli á skorti á tilnefningum kvenna á Óskarsverðlaunahátíðinni. Portman kynnti þennan sama flokk fyrir tveimur árum þegar hún sagði eftirminnilega: „… og hér eru allir karlarnir sem eru tilnefndir.“

Öflug femínísk skilaboð fólust í klæðavali Natalie Portman á Óskarsverðlaunahátíðinni …
Öflug femínísk skilaboð fólust í klæðavali Natalie Portman á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan