„Klikkað“ kvöld

Suðurkór­eska kvik­mynd­in Paras­ite vann sögulegt afrek á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar myndin var val­in besta mynd árs­ins. Parasite var einnig ótvíræður sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun. 

Bong Joon-ho hlaut verðlaun fyrir leikstjórn eftir að Parasite hafði verið valin besta erlenda myndin og hlotið verðlaun fyrir besta frumsamda handritið, fyrst asískra mynda. Hann sagði í ræðu sinni að hann hefði ekki búist við fleiri verðlaunum og væri því „búinn að segja þetta gott í dag“. Það átti aldeilis eftir að breytast. Fern verðlaun voru niðurstaðan. 

Paras­ite er fyrsta er­lenda kvik­mynd­in, það er kvikmynd á öðru tungumáli en ensku, sem hlýtur verðlaun fyrir bestu myndina og brýt­ur þar með blað í 92 ára langri sögu verðlaun­anna.

Bong Joon-ho lýsir kvöldinu sem óraunverulegu. Kvikmynd hans, Parasite, hlaut …
Bong Joon-ho lýsir kvöldinu sem óraunverulegu. Kvikmynd hans, Parasite, hlaut fern verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. AFP

Parasite hefur verið lýst sem kolsvartri gamanmynd en hún segir frá fátækri suðurkóreskri fjölskyldu sem tekst að lauma sér lúmskt inn í fjölskyldu- og heimilislíf auðugrar fjölskyldu. Afleiðingarnar eru vægast sagt svakalegar svo ekki sé meira sagt. Undirtónninn er þó alvarlegur þar sem viðfangsefnin eru stéttaátök og félagsleg misskipting. 

Í samtali við fjölmiðlafólk baksviðs eftir að hafa hlotið verðlaunin sagði Bong verðlaunin vera mikinn heiður. „Mér líður eins og ég muni vakna og komast að því að þetta er allt saman draumur. Þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Bong og lýsti kvöldinu sem „klikkuðu“.

Þakkaði Scorsese og Tarantino

Í þakkarræðu sinni vitnaði Bong í Martin Scorsese sem sagði eitt sinn að því persónulegri sem leikstjórar verða, því meiri verði sköpunargleðin. Scorsese var tilnefndur fyrir leikstjórn The Irishman en laut í lægra haldi fyrir Bong. Scorsese klappaði Bong lof í lófa en salurinn tók undir með Bong þegar hann hyllti Scorsese og stóð fólk á fætur. 

Bong Joon-ho með styttuna fyrir bestu leikstjórn.
Bong Joon-ho með styttuna fyrir bestu leikstjórn. AFP

Bong þakkaði einnig Quentin Tarantino fyrir að hafa vakið athygli á kvikmyndum hans þegar „enginn þekkti þær utan Bandaríkjanna“. „Ég elska þig Quentin,“ sagði Bong og fékk fingurkoss frá Tarantino til baka. 

Bong sagði það mikinn heiður að hafa verið tilnefndur en hann óraði ekki fyrir að hann myndi nokkurn tímann vinna. 

„Ég mun drekka fram á næsta morgun,“ sagði Bong áður en hann steig af sviðinu. 

Í spilaranum hér að ofan má sjá hógværan Bong í viðtali á rauða dreglinum í upphafi kvölds en hér að neðan má sjá þakkarræðuna hans sem hann flutti eftir að hafa hlotið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir