Ríkisstjórnin sendi Hildi hamingjuóskir

Hildur Guðnadóttir með Óskarinn.
Hildur Guðnadóttir með Óskarinn. AFP

Ríkisstjórn Íslands hefur sent Hildi Guðnadóttur, sem vann Óskarsverðlaunin í nótt fyrst Íslendinga, hamingjuóskir.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og nefnir að um mikið afrek sé að ræða sem allir Íslendingar geti verið mjög stoltir af.

„Þetta snertir líka mína taug sem mikill jafnréttissinni. Mér þótti vænt um þessa hvatningu sem hún sendi út í heiminn til kvenna og stúlkna á öllum aldri. Það skiptir verlegu máli og þetta er líka sögulegur viðburður. Það er mjög langt síðan kona hefur fengið þessi verðlaun,“ segir Katrín. „Þetta er stórt afrek í íslenskri tónlistarsögu og líka mikilvægt fyrir konur í tónlist um allan heim.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún bætir við að afrek Hildar minni okkur á hvað tónlistarmenntun á Ísland hefur skilað öflugu tónlistarfólki langt umfram stærð. Ótrúleg verðmæti séu fólgin í því. „Þetta er geggjaður lokakafli á frábæru ferðalagi,“ segir hún um árangur Hildar, sem hefur sópað til sín verðlaunum að undanförnu.

Hætti við að fara á Vestfirði

Til stóð að Katrín yrði á Vestfjörðum í dag í kjördæmavikunni en vegna veðurs og ófærðar var hætt við það og var hún á leiðinni í Borgarnes ásamt öðrum úr þingflokki Vinstri grænna þegar blaðamaður ræddi við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup