Pitt og Aniston töluðu lítið saman

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors …
Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP

Fyrrverandi leikarahjónin Brad Pitt og Jennifer Aniston mættu bæði í árlega Óskarverðlaunaveislu umboðsmannsins Guy Oseary aðfaranótt mánudags. Pitt og Aniston hafa verið dugleg að mæta á sömu viðburðina og í sömu veislurnar að undanförnu. Þrátt fyrir að margir voni að það þýði að þau byrji saman aftur virðist enn vera eitthvað í land.  

Sjónarvottar Page Six segja að Aniston hafi óskað Pitt til hamingju með Óskarsverðlaunin sem hann vann fyrr um kvöldið. Þau voru þó ekki mikið saman í veislunni. 

Pitt og Aniston voru ekki einu stórstjörnurnar í veislunni. Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez skemmtu sér á dansgólfinu. Stofnandi Amazon Jeff Bezos og kærasta hans Lauren Sanchez létu sjá sig. Leikararnir Courteney Cox, Laura Dern, Adam Sandler og Renée Zellweger voru einnig meðal gesta í stjörnuprýddri veislunni. 

Courteney Cox, Amanda Anka og Jennifer Aniston í Óskarsverðlaunaveislu Netflix.
Courteney Cox, Amanda Anka og Jennifer Aniston í Óskarsverðlaunaveislu Netflix. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir