Sigurganga Hildar á sér ekki fordæmi

Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í …
Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í árangri Michael Giacchino. AFP

Sigurganga Hildar Guðnadóttur, sem hefur sópað að sér stærstu verðlaunum sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins undanfarna mánuði, á sér engin fordæmi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Variety um Hildi og Óskarsverðlaunin sem hún hlaut á sunnudagskvöld, en þau voru sjöundu verðlaun hennar á rétt rúmlega fimm mánaða tímabili.

Hildur byrjaði á að vinna til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl 15. september síðastliðinn. Næstu verðlaun hlaut hún á Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker 5. janúar, tveimur dögum síðar hlaut hún veðlaun Sam­taka tón­skálda og texta­höf­unda í Los Ang­eles fyrir tónlistina í sömu kvikmynd og 12. janúar hlaut hún Gagnrýnendaverðlaunin. Hinn 26. janúar hlaut hún svo Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl og 2. febrúar voru það BAFTA-verðlaunin fyrir Jókerinn. Loks voru það svo Óskarsverðlaunin fyrir Jókerinn um helgina.

Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í árangri Michael Giacchino, en hann hlaut Óskarsverðlaun, Grammy-verðlaun, BAFTA-verðlaun og Gagnrýnendaverðlaunin fyrir tónlistina í teiknimyndinni Up árið 2010. Hann státar einnig af Emmy-verðlaunum, en þau hlaut hann hins vegar sex árum áður fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Lost.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka