Túlkurinn stefnir á frama í kvikmyndagerð

Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama …
Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama í kvikmyndagerð og vinnur að handriti um verðlaunahátíðir. AFP

Leikstjórinn Bong Joon-ho var nokkuð óvæntur senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrrakvöld. Túlkur hans, Sharon Choi, var líklega enn óvæntari senuþjófur, sem heillaði viðstadda með óaðfinnanlegri túlkun og yfirvegun á sviðinu. Hún fékk kannski ekki Óskar en hún sigraði hjörtu þeirra sem fylgdust með og samfélagsmiðlanotendur voru mjög forvitnir um Choi. 

Choi, sem er 25 ára, stefnir á frama í kvikmyndaiðnaðnum og er nafn hennar svo sannarlega komið á kortið. Choi hefur fylgt Bong eftir síðan á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra, þar sem mynd hans, Parasite, hlaut Gullpálmann. 

Choi er enginn venjulegur túlkur, en hún hefur tileinkað sér að túlka kjarna orða Bong, í stað þess að beinþýða allt sem hann segir. Choi og Bong eru góðir vinir og búast má við að Bong styðji hana í einu og öllu í framtíðinni. 

„Hún er kvikmyndagerðarkona og lærði kvikmyndagerð í háskóla,“ sagði Bong baksviðs á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. Bong segir Choi vera með handrit í smíðum. „Það er mjög forvitnileg,“ segir Bong, en handritið fjallar um verðlaunahátíðir í kvikmyndageiranum, þar sem Choi þekkir svo sannarlega vel til.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup