Túlkurinn stefnir á frama í kvikmyndagerð

Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama …
Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama í kvikmyndagerð og vinnur að handriti um verðlaunahátíðir. AFP

Leikstjórinn Bong Joon-ho var nokkuð óvæntur senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrrakvöld. Túlkur hans, Sharon Choi, var líklega enn óvæntari senuþjófur, sem heillaði viðstadda með óaðfinnanlegri túlkun og yfirvegun á sviðinu. Hún fékk kannski ekki Óskar en hún sigraði hjörtu þeirra sem fylgdust með og samfélagsmiðlanotendur voru mjög forvitnir um Choi. 

Choi, sem er 25 ára, stefnir á frama í kvikmyndaiðnaðnum og er nafn hennar svo sannarlega komið á kortið. Choi hefur fylgt Bong eftir síðan á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra, þar sem mynd hans, Parasite, hlaut Gullpálmann. 

Choi er enginn venjulegur túlkur, en hún hefur tileinkað sér að túlka kjarna orða Bong, í stað þess að beinþýða allt sem hann segir. Choi og Bong eru góðir vinir og búast má við að Bong styðji hana í einu og öllu í framtíðinni. 

„Hún er kvikmyndagerðarkona og lærði kvikmyndagerð í háskóla,“ sagði Bong baksviðs á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. Bong segir Choi vera með handrit í smíðum. „Það er mjög forvitnileg,“ segir Bong, en handritið fjallar um verðlaunahátíðir í kvikmyndageiranum, þar sem Choi þekkir svo sannarlega vel til.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup