Fær ekki krónu fyrir þætti um sig

Mun Mama June snúa aftur heim?
Mun Mama June snúa aftur heim? Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Mama June mun ekki fá krónu fyrir raunveruleikaþættina Mama June From Not to Hot: Family Crisis. 

Mama June mun ekki taka virkan þátt í þáttunum heldur munu þeir fjalla um dætur hennar, Honey Boo Boo og Pumpkin og alla fjölskylduna þar sem þau takast á við fjarveru Mama June og meinta fíkniefnaneyslu hennar. 

Þar sem hún mun ekki sitja fyrir í viðtölum fyrir þættina fær hún ekki samning og því enga peninga. Stikla úr þáttunum birtist á Instagram-síðu Mama June í vikunni en samkvæmt heimildum TMZ birti Mama June sjálf ekki myndbandið heldur umboðsmaður hennar. 

Þættirnir eru framleiddir af WE tv og fara í sýningu í mars. 

View this post on Instagram

#MamaJune #FromNotToHot Family Crisis- airs this March 2020 on @wetv

A post shared by June Shannon (@mamajune) on Feb 7, 2020 at 10:10am PST

Mama June seldi húsið sitt síðasta haust fyrir reiðufé og hefur búið á hótelum hér og þar í Georgíu-ríki síðustu mánuði. Hún hefur verið í slagtogi með kærasta sínum Geno en bæði bíða þau eftir að dómari dæmi í máli þeirra þar sem þau voru handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum í fyrra. Mama June hefur einnig sést í stöku spilavíti á síðustu mánuðum og var hent út af hóteli fyrir að geta ekki borgað reikninginn. Þau Geno rústuðu einnig hótelherbergi fyrr á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar