Fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna

Þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt fóru heim …
Þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt fóru heim með gullstyttu og gjafapoka. AFP

Allir þeir sem tilnefndir voru í stærstu flokkunum á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna íslenskra króna. 

Öll þau sem tilnefnd voru í flokkunum besti leikstjóri, leikari í aðal og aukahlutverki og leikkona í aðal og aukahlutverki fóru heim með þennan veglega gjafapoka. Pokarnir kallast „Allir vinna“ og eru ekki formlegur hluti af Óskarsverðlaununum heldur frá markaðsfyrirtækinu Distinctive Assets. 

Í pokanum var meðal annars 12 daga lúxussigling, 24 karata gull vape, sérhönnuð gler stytta og margt fleira. Verðmæti pokans er samkvæmt Forbes um 215.000 bandaríkjadalir eða um 27 milljónir íslenskra kóna. 

Stofnandi Distinctive Assets, Lash Fary, sagði að „allar manneskjur, óháð fjárhagsstöðu og frægðar, eigi skilið gleðina sem fylgir gjöf“.

Nánar má lesa um innihald pokans í frétt Forbes.

Leonardo DiCaprio, Margot Robbie og Quentin Tarantino fóru líka heim …
Leonardo DiCaprio, Margot Robbie og Quentin Tarantino fóru líka heim með svona poka þrátt fyrir að hafa ekki unnið í sínum flokkum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup