Portman sökuð um að vera sjálf vandamálið

Portman sjálf á framleiðslufyrirtæki í kvikmyndabransanum, en hefur aldrei ráðið …
Portman sjálf á framleiðslufyrirtæki í kvikmyndabransanum, en hefur aldrei ráðið kvenkyns leikstjóra aðra en sjálfa sig til þess að leikstýra mynd. AFP

Bandaríska leikkonan Rose McGowan kallar stöllu sína Natalie Portman fúskara og segist hafa viðbjóð á henni í kjölfar þess að Portman mætti á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudagskvöld íklædd kjól sem áletraður var nöfnum kvenkyns leikstjóra, sem Portman sagði að litið hefði verið fram hjá við Óskarstilnefningar, en fimm karlar voru tilnefndir í flokki leikstjóra á hátíðinni.

McGowan bendir á það í færslu á Facebook að Portman sjálf hafi einungis unnið með tveimur kvenkyns leikstjórum á ferli sínum – og önnur þeirra hafi verið Portman sjálf.

Rose McGowan við upphaf réttarhaldanna yfir Harvey Weinstein í byrjun …
Rose McGowan við upphaf réttarhaldanna yfir Harvey Weinstein í byrjun árs. AFP

Þá bendir hún á þá staðreynd að Portman á sitt eigið framleiðslufyrirtæki og hefur alltaf ráðið karla til þess að leikstýra kvikmyndum sínum – nema í þeim tilfellum þar sem hún sjálf hefur leikstýrt.

„Hvað er málið með leikkonur af þínu sauðahúsi?“ spyr McGowan og bætir við að allra frægustu leikkonur heims gætu virkilega breytt heiminum með því að taka af skarið í stað þess að „vera vandamálið“.

Natalie Portman klæddist kjól með ísaumuðum nöfnum kvenkyns leikstjóra á …
Natalie Portman klæddist kjól með ísaumuðum nöfnum kvenkyns leikstjóra á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. Hún er nú sökuð um hræsni. AFP

„Já þú, Natalie. Þú ert vandamálið. Hræsni er vandamálið. Falskur stuðningur við aðrar konur er vandamálið. Ég beini orðum mínum til þín, þar sem þú ert nýjasta dæmið um konu sem er einungis að leika hlutverk konu sem ber hag annarra kvenna fyrir brjósti,“ skrifar McGowan, sem var fyrsta konan til þess að stíga opinberlega fram og saka kvikmyndamógúlinn fyrrverandi Harvey Weinstein um nauðgun í apríl árið 2017.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar