„Ég hef reynt og ég held áfram að reyna“

Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig.
Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig. AFP

Leikkonan Natalie Portman svaraði leikkonunni Rose McGow­an eftir að sú síðarnefnda sakaði Portman um að vera hræsnara fyrir að vekja athygli á bágri stöðu kvenleikstjóra á Óskarverðlaunahátíðinni. Í tilkynningu sem birtist á vef Variety segist Portman reyna að veita konum framgang þrátt fyrir ekki alltaf takist til. 

„Ég er sammála fröken McGowan að það sé ónákvæmt að kalla mig „hugrakka“ fyrir að klæðast flík með nöfnum kvenna á,“ sagði Portman og sagði konur sem væru að bera vitni gegn framleiðandanum Harvey Weinstein frekar hugrakkar. 

Portman var þó ekki bara sammála McGowan í svari sínu. Reyndi hún að útskýra af hverju hún hefði ekki unnið með fleiri konum. McGown benti á þá staðreynd að Portman ætti sitt eigið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Framleiðslufyrirtækið hef­ur alltaf ráðið karla til þess að leik­stýra kvik­mynd­um sín­um – nema í þeim til­fell­um þar sem Portman hefur sjálf leik­stýrt. 

„Það er rétt að ég hef aðeins gert nokkrar myndir með konum. Á mínum langa ferli hef ég aðeins haft tækifæri til að vinna með kvenleikstjórum nokkrum sinnum. Ég hef gert stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd og myndir með Maryu Cohen, Miru Nair, Rebeccu Zlotowski, Önnu Rose Holmer, Sofiu Coppola, Shirin Neshat og sjálfri mér. Því miður eru ógerðu myndirnar sem ég hef reynt að gera draugasaga,“ sagði Portman. 

Rose McGowan gagnrýndi Natalie Portman.
Rose McGowan gagnrýndi Natalie Portman. AFP

Segir Portman margar ástæður fyrir því að verkefni kvenna hafi ekki hlotið brautargengi. 

„Ef þessar myndir eru gerðar mæta konur ótrúlega miklum áskorunum þegar verkefni eru í framleiðsluferli. Ég hef nokkrum sinnum reynt að hjálpa kvensleikstjórum að fá ráðningu vegna verkefna sem þær síðan hrökklast frá vegna aðstæðna sem þær mæta í vinnu,“ sagði Portman. „Eftir að þær eru tilbúnar mæta myndir sem eru leikstýrðar af konum erfiðleikum við að komast inn á kvikmyndahátíðir, fá dreifingu og fá lof vegna hliðvarða á hverju stigi. Þannig ég vil segja, ég hef reynt og ég held áfram að reyna. Á meðan mér hefur enn ekki tekist vel til vona ég að við séum að stíga inn í nýjan dag.“

Natalie Portman í fötunum umdeildu á Óskarnum.
Natalie Portman í fötunum umdeildu á Óskarnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar