Harry og Meghan segja upp starfsfólki í London

Fimmtán manns var sagt upp á skrifstofu þeirra hjóna.
Fimmtán manns var sagt upp á skrifstofu þeirra hjóna. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja hafa sagt upp 15 manns á skrifstofu sinni í London. Hjónin tilkynntu í janúar að þau ætluðu sér að hætta að sinna konunglegum skyldum sínum og eru þessar uppsagnir hluti af því ferli.

Starfsfólkinu var sagt upp í janúar síðastliðnum samkvæmt heimildum Daily Mail. Á meðal þeirra 15 sem misstu vinnuna var einkaritari þeirra Fiona Mcilwham, samskiptastjórinn Sara Latham og aðstoðarritari samskiptastjórans Marnie Gaffney. Samkvæmt Daily Mail gætu einhverjir fyrrverandi starfsmenn á skrifstofu Harry og Meghan fengið starf hjá öðrum í konungsfjölskyldunni. 

Harry og Meghan hafa dvalið í Kanada síðustu vikur á milli þess sem þau hafa skroppið í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna. Í vikunni heimsóttu þau Stanford-háskóla í Bandaríkjunum til að hitta prófessora við skólann og ræða um ný góðgerðarsamtök sem þau hyggjast stofna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir