Kosningakerfið í skoðun en tekjurnar mikilvægar RÚV

Hatari sigraði í Söngvakeppninni í fyrra.
Hatari sigraði í Söngvakeppninni í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í undankeppni Eurovision í Noregi er boðið upp á netkosningu í anda 21. aldarinnar. Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar á RÚV segir kosningakerfið á Íslandi vera í skoðun en mikilvægt sé að líkja sem best eftir alvörukosningum. Tekjurnar sem RÚV fær í gegnum símakosninguna eru auk þess ómissandi fyrir RÚV.

„RÚV hefur skoðað möguleika á breytingum á kosningafyrirkomulagi í Söngvakeppninni. Við vinnum það í samvinnu við EBU [Samband evrópskra sjónvarpsstöðva]. Nýtt Eurovision-app verður væntanlega innleitt í kosningunni í Eurovision í vor og hugsanlega í Söngvakeppninni á næsta ári,“ segir í svari framkvæmdastjórnar þegar blaðamaður mbl.is spurði hvort breytingar á kosningakerfinu væru í skoðun. 

„Mikilvægt er að kosningin sé sem líkust „alvörukosningum“, að það séu einhver takmörk á fjölda atkvæða sem hver og einn greiðir o.s.frv. Opnar netkosningar gera það erfitt í framkvæmd og þær þjóðir sem hafa prófað slíkt í sínum undankeppnum hafa flestar fallið frá því. EBU leyfir ekki opnar netkosningar í Eurovision, þar er sams konar símakosning og í Söngvakeppninni.“

Hvert atkvæði í Söngvakeppninni kostar 139 krónur hvort sem kosið er með símtali eða SMS-i. Tekjurnar sem RÚV fær með símakosningunni eru mjög mikilvægar að sögn framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar.

„Tekjurnar af símakosningunni eru mikilvægar bæði fyrir RÚV og EBU og ljóst að ef þær myndu falla niður þyrfti nýr tekjustofn að koma til.“

Ari Ólafsson sigraði í Söngvakeppninni 2018.
Ari Ólafsson sigraði í Söngvakeppninni 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ljóst að símanotkun fólks og þá sérstaklega þeirra sem yngri eru hefur breyst töluvert á undanförnum árum og fara nú flest samskipti í gegnum netið. Fæst ungt fólk er með hefðbundinn símreikning en borgar þess í stað fast gjald fyrir netnotkun og símhringingar með ákveðnum skilmálum. Forsvarsmenn hafa ekki áhyggjur yfir því að ungt fólk sé ekki að kjósa vegna fyrirkomulags kosningakerfisins en þó eru ekki til nákvæmar upplýsingar yfir aldursdreifingu kjósenda. 

„Við höfum unnið með fjarskiptafyrirtækjunum að því að leysa þau vandkvæði þegar áskriftarleiðir bjóða ekki upp á það að kjósa. Fjarskiptafyrirtækin eru að skoða leiðir til að bjóða öllum áskriftarleiðum upp á möguleikann að kjósa. Það er hins vegar ekki á valdi RÚV að stýra því ferli. RÚV hefur ekki upplýsingar um aldursdreifingu þeirra sem kjósa, þær upplýsingar eru hjá fjarskiptafélögunum og væntanlega persónuvarðar. Hins vegar sjáum við að fylgni er milli kosningaþátttöku og fjölda símnotenda hjá fjarskiptafélögunum. Þar er kosningaþátttaka miðað við fjölda áskrifenda tiltölulega svipuð, sem bendir til þess að ekki sé mikill munur milli aldurshópa varðandi kosningaþátttöku. Þjóðin hefur mikinn áhuga og atkvæðafjöldinn í Söngvakeppninni er gífurlega mikill og bendir til þess að fólk setji ekki fyrir sig að greiða 139 krónur fyrir atkvæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup