Friends ekki eina tekjulind Aniston

Aniston vann SAG-verðlaun í janúar.
Aniston vann SAG-verðlaun í janúar. AFP

Auðæfi leikkonunnar Jennifer Aniston eru metin á 300 milljónir Bandaríkjadala eða um 38 milljarða íslenskra króna. Aniston er ein af ríkustu konum í Hollywood í dag og þénar ansi vel fyrir öll sín verkefni. 

Hún öðlaðist frægð í gegnum þættina Friends og fékk vel greitt fyrir hlutverk sitt í þeim 10 seríum sem framleiddar voru af þáttunum. En það eru þó ekki einu tekjur Aniston í gegnum tíðina en hún hefur tekið þátt í fjölda auglýsingasamstarfa sem og leikið í kvikmyndum. 

Fyrir hlutverk sitt í Friends fékk hún um 90 milljónir í heildina en fyrir hvern þátt í fyrstu seríu fengu hún og mótleikarar hennar greidda 22.500 Bandaríkjadali. Launin hækkuðu í takt við vinsældirnar og fengu þau að lokum 1 milljón fyrir hvern þátt í 10. seríunni. 

Friends hefur haldið áfram að skila Aniston og hinum leikurunum krónum í kassann í gegnum árin, meðal annars frá Netflix auk þess sem sjónvarpsstöðvar þurfa að greiða gjald fyrir að endursýna seríurnar á miðlum sínum.

Aniston hefur leikið í 42 kvikmyndum til þessa. Þar á meðal eru Bruce Almighty, Marley & Me, The Break Up, Just Go With It, Horrible Bosses, We're the Millers og fleiri. Frá 1997 til 2011 þénaði hún um 75 milljónir Bandaríkjadala fyrir að leika í kvikmyndum. Í dag er hún sögð taka í það minnsta 8 milljónir Bandaríkjadala fyrir hvert kvikmyndaverkefni.

Aniston fer nú með hlutverk í Apple TV+ þáttunum The Morning Show og fær hún greiddar 1,25 milljónir fyrir hvern þátt sem gerir hana fimmtu launahæstu konuna í sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum. 

Hún hefur einnig unnið með snyrtivöruframleiðendum og meðal annars framleitt ilmvatn í samstarfi við Elizabeth Arden. Árstekjur hennar á síðustu árum hafa verið að jafnaði yfir 20 milljónir Bandaríkjadala. 

Aniston er vel kunnug auglýsingabransanum en hún og mótleikari hennar Matthew Perry léku meðal annars í kennslumyndbandi fyrir Windows 95 árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir