Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur í heimalandinu

Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur.
Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur. AFP

Leikstjórinn Bong Joon-ho brosti og veifaði til aðdáenda sinna þegar hann lenti í heimalandi sínu, Suður-Kóreu, í gær. Bong hefur farið sigurför á verðlaunahátíðum á síðustu vikum og landaði stærstu verðlaununum á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn fyrir viku. 

Bong mætti mikill fjöldi fólks á flugvellinum sem vildi berja leikstjórann góðkunna augum og óska honum til hamingju. Í viðtali á vellinum sagði hann: „Þetta hefur verið löng ferð í Bandaríkjunum og ég er feginn að allt hafi gengið vel. Núna er ég ánægður að geta snúið mér hljóðlega að því að skapa, sem er mín meginiðja.“

Hann sagði á léttu nótunum að hann ætli að þvo sér vel um hendurnar í framtíðinni til þess að leggja hönd á plóg við að sigrast á COVID-19 veirunni. 

Eins og frægt er sló kvikmynd hans, Parasite, í gegn á Óskarnum og fékk hann verðlaun fyrir leikstjórn. Parasite hlaut einnig verðlaun fyrir besta frumsamda handritið og í flokki erlendra kvikmynda. Stærstu verðlaunin voru þó í flokki bestu kvikmyndarinnar. Parasite er fyrsta kvikmyndin á erlendu tungumáli til að hljóta þau verðlaun í 92 ára sögu verðlaunanna.

Fjöldi fólks mætti á flugvöllinn.
Fjöldi fólks mætti á flugvöllinn. AFP
AFP
Bong Joon-ho ávarpaði fólkið.
Bong Joon-ho ávarpaði fólkið. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir