Fleiri dómar falla í háskólasvindlsmálinu

Leikkonan Felicity Huffman hefur einnig fengið dóm fyrir að greiða …
Leikkonan Felicity Huffman hefur einnig fengið dóm fyrir að greiða fúlgur fjár til að koma dætrum sínum inn í háskóla. AFP

Fyrrverandi framkvæmdastjórinn Michelle Janavs var í gær dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir mútugreiðslur til að koma dætrum sínum inn í háskóla. 

Fjölskylda Janavs eru stofnendur matvælaframleiðandans Hot Pockets. Janavs hlaut dóminn fyrir að hafa greitt 100 þúsund Bandaríkjadali til Rick Singer, höfuðpaurs háskólasvindlsmálsins svokallaða sem kom upp á vormánuðum 2019.

Árið 2017 greiddi hún Singer 50 þúsund dali til að eiga við niðurstöður á ACT-prófi eldri dóttur hennar. Í janúar í fyrra gerði hún slíkt hið sama fyrir yngri dóttur sína.

Janavs játaði sök í málinu í október síðastliðnum. Auk fimm mánaða fangelsisdóms er henni gert að greiða 250 dala sekt. Ákæruvaldið fór fram á 21 mánaðar fangelsisdóm yfir Janavs. 

Þetta er ekki fyrsti dómurinn sem fellur í háskólasvindlsmálinu en leikkonan Felicity Huffman var dæmd í tveggja vikna fangelsi á síðasta ári. Á mánudag var fyrrverandi tennisþjálfari í University of Texas í Austin, Michael Center, dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að hafa tekið við 100 þúsund dala mútugreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir