Vandamál hjá Daða í úrslitaeinvíginu

Daði og Gagnamagnið á sviðinu.
Daði og Gagnamagnið á sviðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæknileg vandamál komu upp í flutningi Daða og Gagnamagnsins þegar komið var að úrslitaeinvíginu, en ásamt Daða komst hljómsveitin Dimma áfram af þeim fimm lögum sem taka þátt.

Daði og Gagnamagnið eru fyrra atriðið í úrslitaeinvíginu og stuttu eftir að þau voru byrjuð var flutningurinn stoppaður og mátti heyra Daða segja: „Mér fannst það líka,“ og heyrðist svo í öðrum í hljómsveitinni: „Já þetta var eitthvað skrítið.“

Kynnar kvöldsins tóku við meðan tæknimenn unnu að því að koma öllu í lag aftur og eftir nokkra bið byrjaði Daði aftur flutning sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar