Tæknileg vandamál komu upp í flutningi Daða og Gagnamagnsins þegar komið var að úrslitaeinvíginu, en ásamt Daða komst hljómsveitin Dimma áfram af þeim fimm lögum sem taka þátt.
Daði og Gagnamagnið eru fyrra atriðið í úrslitaeinvíginu og stuttu eftir að þau voru byrjuð var flutningurinn stoppaður og mátti heyra Daða segja: „Mér fannst það líka,“ og heyrðist svo í öðrum í hljómsveitinni: „Já þetta var eitthvað skrítið.“
Kynnar kvöldsins tóku við meðan tæknimenn unnu að því að koma öllu í lag aftur og eftir nokkra bið byrjaði Daði aftur flutning sinn.
Þessi útsending var líka hvort eð er aðeins of stutt. Fínt að lengja hana örlítið með tækniveseni. #12stig
— Diljá Ámundadóttir (@DiljaA) February 29, 2020
Að sjá kynnana rembast við að fylla upp í tæknitöfina er núna uppáhalds sjónvarpsefnið mitt #12stig
— Erla Dóra Magnúsdótt (@ErlaDora) February 29, 2020
Uppfylling vegna tækniklúðurs er komin á peak level þegar hressir kynnar eru farnir að tala um The Economist. #12stig
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) February 29, 2020
Það þarf að senda viðbragðsteymi almannavarna og rauða krossins í þessa útsendingu #12stig
— Björn Leó (@Bjornleo) February 29, 2020