Daða spáð sigri í Eurovision

Daða og Gagnamagninu er spáð sigri.
Daða og Gagnamagninu er spáð sigri. Eggert Jóhannesson

Daða og Gagnamagninu er spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí samkvæmt nýjustu tölum Oddschecker

Oddschecker samkeyrir stuðla frá fjölda veðbanka víða um heim og trónir Ísland í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Daði Freyr og Gagnamagnið unnu Söngvakeppnina nú á laugardag og verða því fulltrúar Íslands í keppninni. 

Ekki hafa öll ríkin sem munu taka þátt í Eurovision valið framlag sitt og því eiga fleiri lönd eftir að bætast við á lista veðbankanna á næstu vikum. 

Í gær spáði Eurovision World að Ísland myndi lenda í þriðja sæti en landið hefur rokið upp alla lista á síðustu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar