Berlusconi kominn með 53 árum yngri kærustu

Silvio Berlusconi er kominn með nýja kærustu.
Silvio Berlusconi er kominn með nýja kærustu. AFP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er hættur með kærustu sinni til 12 ára, Francescu Pascale.

Berlusconi var þó ekki lengi einsamall en hann er kominn í samband með Mörtu Antoniu Fascina, sem er 53 árum yngri en forsætisráðherrann fyrrverandi. Berlusconi er 83 ára en Fascina þrítug.

Fascina er þingmaður í flokki Berlusconis, Forza Italia. Flokkurinn staðfesti fréttirnar í tilkynningu í dag. Þar segir að sambandi Berlusconis og Pascale sé lokið en þau séu góðir vinir. 

Pascale sagði í viðtali við ítalska fjölmiðla að sambandsslitin kæmu sér á óvart og bætti við að hann hefði beðið hana að giftast sér á hverjum degi.

Orðrómur um samband Berlusconis og Fascina fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér er alveg sama,“ sagði Pascale.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar