Harry og Meghan mættu eins og kvikmyndastjörnur

Harry Bretaprins og Meghan.
Harry Bretaprins og Meghan. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja sneru aftur á opinberum viðburði konungsfjölskyldunnar í gær. Harry og Meghan hafa ekki komið opinberlega fram saman í Bretlandi síðan í byrjun janúar þegar þau tilkynntu að þau ætluðu segja sig frá konunglegum skyldum sínum. 

Það var rigning í London í gær þegar hjónin gengu inn á verðlaunaafhendingu Endeavour-sjóðsins. Ljósmyndirnar af þeim eru hreint út stórkostlegar en rigningin og ljósin frá blaðaljósmyndurum létu andartökin líta út eins og klippt út úr Hollywood-kvikmynd. Meghan var í kjól frá Victoriu Beckham og Harry var með bindi í stíl við kjól hennar.

Þetta er fyrsti viðburðurinn af nokkrum sem Harry og Meghan munu vera viðstödd á næstu vikum. Þau ljúka formlega störfum fyrir konungsfjölskylduna 31. mars. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru ekki á viðburðinum í gær en þau eru í heimsókn á Írlandi. Þeir bræður og eiginkonur þeirra munu hins vegar að öllum líkindum koma opinberlega fram eftir helgi. 

Myndirnar eru frekar magnaðar.
Myndirnar eru frekar magnaðar. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir