Hætta við útgáfu sjálfsævisögu Woodys Allens

Woody Allen leikstjóri.
Woody Allen leikstjóri. AFP

Bókaútgefandi er hættur við að gefa út sjálfsævisögu kvikmyndaleikstjórans Woodys Allens sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin í gær eftir mótmæli starfsmanna útgáfunnar. Starfsmenn Hachette Book Group-bókaútgáfunnar lögðu niður störf og gengu út í Boston og í New York á föstudaginn í mótmælaskyni.

Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allens og leikkonunnar Miu Farrow, sakaði föður sinn um misnotkun þegar hún var sjö ára gömul. Atvikið átti að hafa átt sér stað árið 1992. Málið var rannsakað á sínum tíma en leiddi ekki til sakfellingar. Allen hefur ávallt neitað sök.  

Dylan og bróðir hennar Ronan Farrow hafa lagst gegn útgáfu sjálfsævisögunnar Aprops of Nothing. Ronan hefur ávallt trúað sögu systur sinnar. Hann er höfundur bókarinnar Cath and Kill: Lies, Spies, and a Conspiracy to Protect Pretadors þar sem hann lýsir reynslu sinni af því að ná fram sögum þeirra kvenna sem Harvey Weinstein braut gegn.  

„Við hjá HBG tökum samband okkar við höfunda alvarlega. Að taka ákvörðun um að hætta við fyrirhugaða útgáfu er ekki auðvelt. Við höfum gefið út og munum halda áfram að gefa út umdeildar bækur.“ Þetta segir í tilkynningu frá Sophie Cottrell, talsmanni útgáfunnar. 

Útgáfan hyggst ennfremur endurselja Allen útgáfuréttinn að verkinu.

Ronan Farrow trúir frásögn systur sinnar sem sakar föður þeirra …
Ronan Farrow trúir frásögn systur sinnar sem sakar föður þeirra um misnotkun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka