Nýja kærastan 30 árum yngri

Nicolas Cage er kominn með nýja kærustu.
Nicolas Cage er kominn með nýja kærustu. AFP

Stórleikarinn Nicolas Cage sást á götum New York-borgar með nýrri kærustu sinni, Riko Shibata, í vikunni. Parið virtist vera á einstaklega rómantísku stefnumóti en þau létu vel að hvort öðru í hestvagni í Central Park. 

Hinn 56 ára gamli Cage og Shibata eru búin að vera í sambandi í nokkra mánuði en 30 ár skilja þau að. Þau hafa sést hér og þar um New York á síðustu vikum og sáust meðal annars skoða American Museum of Natural History. Myndir af þeim í hestvagninum má skoða á vef TMZ

Tæpt ár er síðan Cage stóð í stormasömum skilnaði en hann var aðeins giftur í 69 daga. Hann kvæntist Eriku Koike 23. mars í fyrra en óskaði eftir ógildingu aðeins 4 dögum seinna. Hann sagði hjónabandið byggt á lygi en þau höfðu verið í sambandi í tæpt ár áður en þau gengu í það heilaga. Þau uppfylltu ekki skilyrðin fyrir ógildingu og þurftu því að skilja. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/09/19/cage_othekkjanlegur_eftir_stutt_hjonaband/

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar