Ógnar veiran konunglegu brúðkaupi?

Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa ganga í það heilaga …
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa ganga í það heilaga í maí. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE

Líf bresku prinsessunnar Beatrice er ekki dans á rósum. Beatrice á að giftast hinum ítalskættaða Edoardo Mapelli Mozzi í lok maí en undirbúningurinn hefur ekki verið auðveldur. Fyrst var það faðir prinsessunnar, Andrés prins, sem olli vandræðum en nú er það kórónuveiran. 

Að því er fram kemur í frétt Telegraph hafa vaknað spurningar um hverjir geti mætt í brúðkaupið af þeim gestum sem koma frá öðrum löndum. Mozzi er fæddur og uppalinn á Englandi en er bæði með breskan og ítalskan ríkisborgararétt. Hann er af ítölskum aðalsættum og á ættir að rekja til Langbarðalands á Ítalíu.

Héraðið Langbarðaland fór sérstaklega illa út úr kórónuveirunni en nú nær ferða- og samkomubann yfir alla Ítalíu. Ólíklegt er að ástandið ríki enn hinn 29. maí þegar Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi ganga í það heilaga í konunglegu kapellunni í höll heilags James í Lundúnum en þrátt fyrir það varpar kórónuveiran skugga á brúðkaupsundirbúninginn rétt eins og hneykslismál Andrésar föður hennar gerði fyrir áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir