20 hljóðbækur tilnefndar til íslensku hjóðbókaverðlaunanna

Feðginin Salka Sól Eyfeld og Hjálmar Hjálmarsson voru tilnefnd.
Feðginin Salka Sól Eyfeld og Hjálmar Hjálmarsson voru tilnefnd. Ljósmynd/Aðsend

Tuttugu bækur í fjórum flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2020. Verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn 22. apríl í Hörpu. Greint var frá tilnefningunni í dag í bókastofu Hótel Holts. Rithöfundar, leikarar og, eftir atvikum, þýðendur hljóta verðlaun fyrir verk sín. Eliza Reid forsetafrú afhendir sérstök heiðursverðlaun. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren.

Þórunn Erna Clausen er tilnefnd til verðlaunanna.
Þórunn Erna Clausen er tilnefnd til verðlaunanna. Ljósmynd/Aðsend

Flokkarnir fjórir eru: flokkur almennra bóka, barna- og ungmennabóka, glæpasagna og skáldsagna. Tilnefndar bækur munu fara fyrir fagdómnefndir undir forystu Einars Kárasonar rithöfundar, Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sævars Helga Bragasonar, Stjörnu-Sævars, sem velja að lokum sigurvegara. Hver dómnefnd samanstendur af rithöfundi, leikara og gagnrýnanda en auk þess mun yngri kynslóðin fá sína fulltrúa í vali í barna- og ungmennaflokki.

Hópurinn sem hlaut tilnefningu.
Hópurinn sem hlaut tilnefningu. Ljósmynd/Aðsend

Dómnefndin mun hafa það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk enda er það trú aðstandenda verðlaunanna að með vönduðum lestri á góðu ritverki megi bæta við upplifun lesandans og hljóðbókin sé þannig sjálfstætt verk. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar verkanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem léð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári. 

Á árinu 2019 komu út um fjögur hundruð hljóðbækur á Íslandi.

Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards: 

Barna- og ungmennabækur

Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni

Höfundur: Sverrir Björnsson

Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Vetrargestir

Höfundur: Tómas Zoëga

Lesari: Salka Sól Eyfeld

(lang)Elstur í leynifélaginu

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir

Litlu álfarnir og flóðið mikla

Höfundur: Tove Jansson

Þýðandi: Þórdís Gísladóttir

Lesari: Friðrik Erlingsson

Harry Potter og blendingsprinsinn

Höfundur: J.K. Rowling

Þýðandi: Helga Haraldsdóttir

Lesari: Jóhann Sigurðarson

Ljósmynd/Aðsend

Glæpasögur

Brúðan

Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir

Lesari: Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Marrið í stiganum

Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir

Lesari: Íris Tanja Flygenring

Gullbúrið

Höfundur: Camilla Läckberg

Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson

Lesari: Þórunn Erna Clausen

Búrið

Höfundur: Lilja Sigurðardóttir

Lesari: Elín Gunnarsdóttir

Þorpið

Höfundur: Ragnar Jónasson

Lesari: Íris Tanja Flygenring

Skáldsögur

Kópavogskrónika

Höfundur: Kamilla Einarsdóttir

Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Svikarinn

Höfundur: Lilja Magnúsdóttir

Lesari: Þórunn Erna Clausen

Gríma

Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir

Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Flórída

Höfundur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Lesari: Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Fjöllin

Höfundur: Sandra B. Clausen

Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Almennar bækur

Vertu úlfur: wargus esto

Höfundur: Héðinn Unnsteinsson

Lesari: Hjálmar Hjálmarsson

Á eigin skinni

Höfundur: Sölvi Tryggvason

Lesari: Sölvi Tryggvason

Ég gefst aldrei upp

Höfundur: Borghildur Guðmundsdóttir

Lesari: Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Geðveikt með köflum

Höfundur: Sigursteinn Másson

Lesari: Sigursteinn Másson

Hornauga

Höfundur: Ásdís Halla Bragadóttir

Lesari: Ásdís Halla Bragadóttir, Þórunn Hjartardóttir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup