Frumsýningu á Níu lífum ekki frestað

Björn Stefánsson leikur Utangarðs-Bubba í söngleiknum Níu líf sem frumsýndur …
Björn Stefánsson leikur Utangarðs-Bubba í söngleiknum Níu líf sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Bubbasöngleikurinn Níu líf verður frumsýndur í kvöld og allar sýningar í Borgarleikhúsinu verða sýndar um helgina samkvæmt áætlun. Frá og með aðfaranótt mánudags tekur samkomubann gildi á Íslandi sem nær til fjögurra vikna. Á þeim tíma verða engar leiksýningar sýndar í Borgarleikhúsinu. 

„Við ætl­um að halda okk­ar striki og frum­sýna 9líf í kvöld. Lista­menn hafa unnið öt­ul­lega að þessu verki og ég tel það brýnt að frum­sýna það til að viðhalda starfs­and­an­um í hús­inu áður en sam­komu­bannið tek­ur gildi á miðnætti aðfar­arnótt mánu­dags­ins,“ seg­ir Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir, leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­hús­sins og bæt­ir við „baráttu­and­inn verður við lýði í kvöld og það er ómet­an­legt að leyfa hon­um að blása sér í brjóst fyr­ir bannið. Þeir sem koma að sýn­ing­unni verða að fá að fara yfir fjallið.“ 

Eins og fyrr seg­ir verður söng­leik­ur­inn 9líf um Bubba Mort­hens frum­sýnd­ur í kvöld og sýnd­ur á laug­ar­dag og sunnu­dag. Í Borg­ar­leik­hús­inu um helg­ina verða einnig í sýn­ingu verk­in Gosi og Ég er ekki mamma mín. 

Bryn­hild­ur ít­rek­ar að öll­um gest­um sé sýnd­ur skiln­ing­ur. Fólki er frjálst að færa sína miða þar til sam­komu­banni verður aflétt. Eins og staðan er núna verða sýn­ing­arn­ar færðar lengra inn í vorið og sum­arið. Þetta er samt allt í vinnslu og staðan breyt­ist fljótt, seg­ir Bryn­hild­ur. 

Tekið skal fram að gott aðgengi er að spritti í leik­hús­inu. Búið er að loka fyr­ir allt aðgengi óviðkom­andi að svæðinu baksviðs einnig verður ekk­ert frum­sýn­ingarpartí.  

„Við lif­um á for­dæma­laus­um tím­um. Það veit svo sem eng­inn hvað verður eft­ir þetta fjög­urra vikna sam­komu­bann. Við vinn­um að aðgerðaáætl­un þar sem við þurf­um að fara yfir allt okk­ar starf og sjá­um til þess að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að vernda vinnustaðinn,“ seg­ir hún. 

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir