Bandaríska raunveruleikastjarnan Brandi Glanville segist hafa verið í mörgum misalvarlegum samböndum við Hollywood-stjörnur. Hin 47 ára gamla Glanville sagði frá sambandsferli sínum í nýjum hlaðvarpsþætt af Everything Iconic að því fram kemur á vef Page Six.
Glanville segist meðal annars hafa átt í sambandi við tvær stjörnur úr Vinum, einn leikara úr kvikmyndinni The Notebook og grínleikarann Ben Stiller. „Ég fór á mörg stefnumót, ég kelaði mikið,“ sagði Glanville í þættinum.
Mennirnir sem koma til greina úr The Notebook eru Ryan Gosling og Kevin Connelly.
„Ég var að hitta Ben Stiller um tíma, hann er með risatyppi,“ sagði Glanville. Zoolander-stjarnan hefur ekki reynt að fela samband sitt við raunveruleikastjörnuna. Sagði hann í viðtali árið 2016 að sambandið hefði verið stutt og sagðist ekki skilgreina það sem þau áttu saman sem samband heldur nokkur stefnumót.
Glanville vill meina að hún hafi bæði farið á stefnumót með Matt LeBlanc og David Schwimmer úr Vinum. Hún segist aldrei hafa sofið hjá LeBlanc.
„Við fórum aftur heim til hans, hann leyfði hundinum að sleikja ísinn og ég fékk nóg,“ sagði Glanville um stefnumótið við LeBlanc. Hún vildi ekki stunda kynlíf með manni sem leyfði hundinum að sleikja ísinn sinn.
Glanville tjáði sig einnig um samskipti sín og Schwimmer þrátt fyrir að fjölmiðlafulltrúi leikarans segði söguna ósanna.
„Hann var með farða, sagði Glanville um Schwimmer. „Hann var með hyljara þegar hann fór út á morgnana og það truflaði mig. Ég skil að þegar þú ert í tökum þá ertu vanur að vera með farða en ég var bara ekki vön karlmanni með farða. Á þeim tíma truflaði það mig,“ sagði Glanville. Sagði Glanville einnig leikarann hafa kallað sig „stærri stúlku“ þrátt fyrir að hún hefði aðeins verið um 50 kíló.
Glanville var ekki jafn málglöð þegar talið barst að leikkonunni Denise Richards. Þær voru sagðar hafa átt í kynferðislegu sambandi en Richards hefur þó neitað að vera í opnu hjónabandi.