Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson söng úti fyrir íbúa á Öldrunarheimilum Akureyrar í dag, miðvikudag. Íbúarnir tóku vel í söng Friðriks og fóru út á svalir til þess að hlusta á sönginn.
Dalvíkingurinn Friðrik Ómar var með harmonikkuleikara með sér og söng lögin Í fjarlægð og Þú ert bara þú við mikla ánægju íbúa.
Margir eldri borgarar sitja nú fastir heima hjá sér og fá ekki heimsóknir. Friðrik Ómar er ekki sá eini sem söng fyrir íbúa elliheimilis í dag. Tónlistarfólkið Selma Björnsdóttir, Svala Björgvins, Katrín Halldóra, Björgvin Franz, Greta Salome, Matti Matt og Hansa sungu meðal annars fyrir íbúa á Hrafnistu í dag.