Beatrice prinsessa aflýsir brúðkaupinu

Beatrice prinsessa hefur aflýst brúðkaupinu.
Beatrice prinsessa hefur aflýst brúðkaupinu. AFP

Ekkert verður af konunglegu brúðkaupi Beatrice prinsessu og unnusta hennar Edoardos Mapellis Mozzis í vor. Prinsessan hefur aflýst brúðkaupsveislunni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa hennar á samfélagið. BBC greinir frá.

Brúðkaupið átti að fara fram 29. maí næstkomandi. Athöfnin átti að fara fram í St. James Palace í London og veislan átti að fara fram í görðum Buckinghamhallar. 

Að sögn talskonu hallarinnar var þessi ákvörðun meðal annars tekin með tilliti til eldri gesta sem áttu að koma í brúðkaupið, eins og ömmu og afa Beatrice, Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, sem bæði eru komin yfir nírætt. 

Verið er að skoða hvort fámenn athöfn geti farið fram á settum degi. Beatrice er dóttir Andrésar Bretaprins. 

Miklar vangaveltur hafa þá verið um hvort brúðkaupið hefði getað farið fram þar sem fjölskylda brúðgumans er búsett í Langbarðalandi á Ítalíu en héraðið hefur farið hvað verst út úr veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir