Bíó Paradís skellir í lás tímabundið

Bíó Paradís neyðist til að loka dyrum sínum um óákveðinn …
Bíó Paradís neyðist til að loka dyrum sínum um óákveðinn tíma vegna samkomubanns. mbl.is/Golli

Kvikmyndahúsið Bíó Paradís mun loka dyrum sínum tímabundið frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars. Allar fyrirhugaðar sýningar og viðburðir falla niður í bili vegna herts samkomubanns. 

Í gær tilkynntu stjórnvöld að hert yrði á samkomubanninu sem tók gildi mánudaginn 16. mars. Viðburðir þar sem fólk kem­ur sam­an verða tak­markaðir við 20 manns í stað 100 áður. Þetta tekur gildi á miðnætti í kvöld.  

Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að endurgreiðsluferli sé nú þegar hafið í gegnum Tix.is fyrir aflýstar sýningar. 

„Við setjum hag og heilsu gesta okkar og starfsfólks í forgang, í samræmi við fyrirmæli sóttvarnarlæknis, og teljum að þetta sé það eina ábyrga í stöðunni eins og hún er í dag. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til þess að draga úr útbreiðslu óværunnar,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir