Íslenska platan um gráa mistrið í Wuhan

Háhýsi, grjótgarðar, mannmergð og grátt mistur. Hljóðrás Arnars fyrir Wuhan-borg …
Háhýsi, grjótgarðar, mannmergð og grátt mistur. Hljóðrás Arnars fyrir Wuhan-borg rímar óneitanlega við það sem er að gerast í heiminum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir fjórum árum síðan kom út merkileg plata hér á landi þar sem kínverska iðnaðarborgin Wuhan er stóru hlutverki. Tónlistin er hugsuð sem hljóðmynd fyrir þessa gríðarstóru borg sem hefur þann vafasama heiður að vera upphafsstaður kórónuveirunnar.

Það var tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson sem gerði plötuna, Grey Mist of Wuhan eftir að hafa ferðast til borgarinnar í tvígang á tónleikaferðalögum með Bang Gang og Leaves. 

Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi.
Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér fannst borgin áhugaverð og einhvern veginn þá þróaðist þetta verk út frá því,“ segir Arnar sem lýsir borginni Wuhan sem grárri, þungri og hrikalegri á margan hátt. Mikið er um háar blokkir og víða er grjót í görðum og mengunarský umlykur borgina sem er hvort tveggja myndrænt og sérstakt. „Það er ekki hægt að segja að borgin sé beint falleg en hún vakti einhverjar skrítnar tilfinningar,“ sagði Arnar í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af útgáfunni á sínum tíma. 

Platan hlaut fínar viðtökur og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta platan í opnum flokki það árið. Yfirbragðið er frekar dökkt og fjarlægt, myndi líklega sóma sér vel í einhverri bíómyndinni um faraldurinn skæða sem herjar nú á jarðarbúa og viðbúið er að verði framleidd.

Í umsögn um plötuna hafði tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen þetta að segja:

„Maður er algerlega kominn inn í borgina við fjórða, fimmta lag. Stemmurnar eru ólíkar í lund en samt er rauður (grár?) þráður í gegnum þær allar. Platan er melankólísk en mest angurvær, það er orðið. Falleg og fráhrindandi, bæði í senn. En fyrst og síðast algerlega frábær – stórkostleg. Þetta er fullkomlega skeytin inn, allt dæmið.

Það sem ég vil aðallega koma að hérna er að þessi drengur, nafni minn, er snillingur. Það orð er sannarlega útjaskað en hér á það við í sinni réttu mynd. Mér verður hugsað til Jóhanns Jóhannssonar t.d. og tónlistar hans við Sicario og Arnar er á mjög svipuðum slóðum; gæðalega, innsæislega, hæfileikalega. Megi hann hafa færi á að sinna þessari guðsgjöf sinni af sæmilegum efnum um ókomna tíð. Það væri gott karma fyrir heiminn,“ þar höfum við það. Doktorinn hefur talað.

Það er því óhætt að mæla með hlustun í sóttkvínni, einangruninni, samkomubanninu eða hvernig sem aðstæður fólks eru þessa dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir