Viðburðir á netinu hjá Hljómahöll og Rokksafni

Ásgeir er á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram.
Ásgeir er á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram. Ljósmynd/Aðsend

Hljómahöll og Rokksafn Íslands hafa ákveðið að bjóða landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu á þessum óvissutímum. 

Fyrst gestir komast ekki á tónleika í Hljómahöll og loka þarf Rokksafni Íslands þá geta gestir kíkt í rafræna heimsókn á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu.

Boðið verður upp á beinar útsendingar frá tónleikum í Hljómahöll þar sem fram koma Ásgeir, Moses Hightower, GDRN og Hjálmar. Þá fær Rokksafn Íslands í heimsókn þá Pál Óskar og Björgvin Halldórsson sem munu leyfa áhorfendum að skyggnast á bak við tjöldin við gerð sýninganna sem gerðar voru um þá á Rokksafni Íslands.

Einnig verður boðið upp á að taka þátt í Popppunkti um popp- og rokksögu Íslands með Dr. Gunna í gegnum Kahoot í beinni á netinu.

Tónleikadagskrá í beinni útsendingu á Facebook-síðu Hljómahallar:

Ásgeir – 26. mars kl. 20:00

Moses Hightower – 2. apríl kl. 20:00

GDRN – 7. apríl – kl. 20:00

Hjálmar - 16. apríl - kl. 20:00

Popppunktur með Dr. Gunna:

27. mars kl. 14:00

3. apríl kl. 14:00

Heimsóknir frá Páli Óskari og Björgvini Halldórssyni:

Dagsetningar verða tilkynntar innan tíðar.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir